Leik lokið: Þróttur - Valur 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2021 21:41 Valur Stjarnan Pepsi Max deild kvenna ksí sumar 2021 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Íslandsmeistarakandítatar Vals gerðu markalaust jafntefli við Þrótt í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Bæði lið spiluðu með mikilli hörku frá upphafi til enda en það dugði ekki til og endaði leikurinn í jafntefli 0-0. Bæði lið fengu fullt af færum en Valur sýndi þó meira frumkvæði í seinni hálfleik en það var ekki nóg. Bæði lið börðust virkilega vel alveg frá fyrstu mínútu en mikil hvatvísi einkenndi bæði lið þar sem markmiðið virtist vera að hreinsa sem fyrst frá sínum vallarhelming. Fyrsta færi leiksins skapaðist ekki fyrr en tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Boltinn lá meira á vallarhelmingi Vals snemma leiks en Valskonur náðu síðan virkilega flottum færum með stuttu millibili þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður. Byrjun seinni hálfleiks var mjög jöfn og skiptust liðin á að vera með boltann en Valur náði skoti á markið rúmlega tveimur mínútum eftir hann hófst sem gerði það að verkum að Valskonur fóru að sækja harkalegra á markið. Þegar tíu míntur eru liðnar af seinni hálfleiknum gerir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, tvöfalda skiptingu hjá sínu liði og vonast til þess að það verði til þess að boltinn komist á endanum í netið. Valskonur fá töluvert fleiri færi það sem eftir er leiks en heimakonur verjast vel. Lítið af færum skapast í lok leiksins en Valskonur eru þó að sækja meira á hjá andstæðingunum. Þegar um tíu mínútur eru eftir af leiknum fær Shalen Grace Murison Brown slæmt högg á sig og er hún borin sárkvalin af vellinum. Eftir þetta sýndu Þróttur að þær ætluðu heldur betur að halda sínu marki auðu sem þær gera og leikurinn endar markalaus 0-0. Frekar töpuð stig hjá Valskonum sem er spáð íslandsmeistaratitlinum þetta árið. Afhverju varð jafntefli? Bæði lið léku af mikilli hörku en einhvern veginn virtist boltinn ekki ætla inn. Liðin áttu erfitt með að hitta á markið þó svo að færin væru til staðar. Vörnin var virkilega góð hjá báðum liðum sem gerði það að verkum að markmönnunum tókst að verja vel. Valur virtist ætla að taka þetta í endann en Þróttarar gáfust ekki upp og héldu hreinu. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Þróttar áttu Kathrine Amanda Cousins virkilega góðan leik en hún sýndi mikla hörku og náði að skapa mörg færi fyrir sitt lið. Einnig átti Íris Dögg Gunnarsdóttir mjög góðan leik í markinu en með góðri vörn fyrir framan sig tókst henni að halda rammanum hreinum út leikinn. Elín Metta Jensen stóð upp úr hjá Valskonum en hún átti lang flest færi í leiknum ásamt því að ná að skapa mörg góð færi. Ída Marín átti einnig virkilega flottan leik á hægri kanntinum en hún átti nokkrar góðar tilraunir á markið ásamt því að náð mörgum flottum stoðsendingum í leiknum. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að bæði lið hafi náð að skapa mörg færi þá komst boltinn aldrei í netið. Leikmenn voru ekki að hitta boltann nógu vel og voru varnarmenn að flýta sér alltof mikið að hreinsa boltann. Leikmenn Þróttar leituðu mikið til baka og þá aðallega í seinni hálfleik sem varð til þess að lítið var um tækifæri af þeirra hálfu. Hvað gerist næst? Valskonur fá Fylki í heimsókn á laugardaginn næsta í hörkuleik en síðarnefnda liðið tapaði síðasta leik sínum með níu mörkum á móti Breiðarblik. Þróttur leggur leið sína á Suðurnesin og mætir Keflavík sama dag og verður sá leikur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Nik Anthony: Þær gerðu allt sem við báðum þær um Nik Anthony, þjálfari Þróttar var virkilega ánægður með frammstöðuna hjá sínu liði í kvöld og fer sáttur heim með sitt stig. „Ég er virkilega ánægður, frá fyrstu mínútu til síðustu mínútu gáfu stelpurnar allt sem þær gátu í leikinn og það er það eina sem hægt er að biðja um. Bæði lið fengu mörg færi og bæði liðin hefðu getað náð forystu og unnið leikinn.“ Bæði lið léku virkilega vel og náðu að verjast frá upphafi til enda. Þrátt fyrir að ná ekki að skora á markið náðu bæði lið mörgum flottum færum. Boltinn lék töluvert meira á vallarhelmingi heimaliðsins en þrátt fyrir það spiluðu þær virkilega vel og héldu vel út allan tímann. „Stelpurnar gerðu það sem þær gerðu. Þær gerðu allt sem við báðum þær um. Þær héldu boltanum á réttum stöðum en ákvarðanir síðustu þrjátíu mínútur leiksins hefðu getað verið aðeins betri sem gefur okkur eitthvað til þess að vinna með.“ „Varnarlega séð frá byrjun til enda gáfu stelpurnar allt sem þær gátu. Íris var að verja vel og við náðum að verjast boltanum vel yfir höfuð. Elín Metta er einn besti sóknarmaður Íslands og við náðum að verjast henni virkilega vel.“ Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur
Íslandsmeistarakandítatar Vals gerðu markalaust jafntefli við Þrótt í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Bæði lið spiluðu með mikilli hörku frá upphafi til enda en það dugði ekki til og endaði leikurinn í jafntefli 0-0. Bæði lið fengu fullt af færum en Valur sýndi þó meira frumkvæði í seinni hálfleik en það var ekki nóg. Bæði lið börðust virkilega vel alveg frá fyrstu mínútu en mikil hvatvísi einkenndi bæði lið þar sem markmiðið virtist vera að hreinsa sem fyrst frá sínum vallarhelming. Fyrsta færi leiksins skapaðist ekki fyrr en tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Boltinn lá meira á vallarhelmingi Vals snemma leiks en Valskonur náðu síðan virkilega flottum færum með stuttu millibili þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður. Byrjun seinni hálfleiks var mjög jöfn og skiptust liðin á að vera með boltann en Valur náði skoti á markið rúmlega tveimur mínútum eftir hann hófst sem gerði það að verkum að Valskonur fóru að sækja harkalegra á markið. Þegar tíu míntur eru liðnar af seinni hálfleiknum gerir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, tvöfalda skiptingu hjá sínu liði og vonast til þess að það verði til þess að boltinn komist á endanum í netið. Valskonur fá töluvert fleiri færi það sem eftir er leiks en heimakonur verjast vel. Lítið af færum skapast í lok leiksins en Valskonur eru þó að sækja meira á hjá andstæðingunum. Þegar um tíu mínútur eru eftir af leiknum fær Shalen Grace Murison Brown slæmt högg á sig og er hún borin sárkvalin af vellinum. Eftir þetta sýndu Þróttur að þær ætluðu heldur betur að halda sínu marki auðu sem þær gera og leikurinn endar markalaus 0-0. Frekar töpuð stig hjá Valskonum sem er spáð íslandsmeistaratitlinum þetta árið. Afhverju varð jafntefli? Bæði lið léku af mikilli hörku en einhvern veginn virtist boltinn ekki ætla inn. Liðin áttu erfitt með að hitta á markið þó svo að færin væru til staðar. Vörnin var virkilega góð hjá báðum liðum sem gerði það að verkum að markmönnunum tókst að verja vel. Valur virtist ætla að taka þetta í endann en Þróttarar gáfust ekki upp og héldu hreinu. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Þróttar áttu Kathrine Amanda Cousins virkilega góðan leik en hún sýndi mikla hörku og náði að skapa mörg færi fyrir sitt lið. Einnig átti Íris Dögg Gunnarsdóttir mjög góðan leik í markinu en með góðri vörn fyrir framan sig tókst henni að halda rammanum hreinum út leikinn. Elín Metta Jensen stóð upp úr hjá Valskonum en hún átti lang flest færi í leiknum ásamt því að ná að skapa mörg góð færi. Ída Marín átti einnig virkilega flottan leik á hægri kanntinum en hún átti nokkrar góðar tilraunir á markið ásamt því að náð mörgum flottum stoðsendingum í leiknum. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að bæði lið hafi náð að skapa mörg færi þá komst boltinn aldrei í netið. Leikmenn voru ekki að hitta boltann nógu vel og voru varnarmenn að flýta sér alltof mikið að hreinsa boltann. Leikmenn Þróttar leituðu mikið til baka og þá aðallega í seinni hálfleik sem varð til þess að lítið var um tækifæri af þeirra hálfu. Hvað gerist næst? Valskonur fá Fylki í heimsókn á laugardaginn næsta í hörkuleik en síðarnefnda liðið tapaði síðasta leik sínum með níu mörkum á móti Breiðarblik. Þróttur leggur leið sína á Suðurnesin og mætir Keflavík sama dag og verður sá leikur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Nik Anthony: Þær gerðu allt sem við báðum þær um Nik Anthony, þjálfari Þróttar var virkilega ánægður með frammstöðuna hjá sínu liði í kvöld og fer sáttur heim með sitt stig. „Ég er virkilega ánægður, frá fyrstu mínútu til síðustu mínútu gáfu stelpurnar allt sem þær gátu í leikinn og það er það eina sem hægt er að biðja um. Bæði lið fengu mörg færi og bæði liðin hefðu getað náð forystu og unnið leikinn.“ Bæði lið léku virkilega vel og náðu að verjast frá upphafi til enda. Þrátt fyrir að ná ekki að skora á markið náðu bæði lið mörgum flottum færum. Boltinn lék töluvert meira á vallarhelmingi heimaliðsins en þrátt fyrir það spiluðu þær virkilega vel og héldu vel út allan tímann. „Stelpurnar gerðu það sem þær gerðu. Þær gerðu allt sem við báðum þær um. Þær héldu boltanum á réttum stöðum en ákvarðanir síðustu þrjátíu mínútur leiksins hefðu getað verið aðeins betri sem gefur okkur eitthvað til þess að vinna með.“ „Varnarlega séð frá byrjun til enda gáfu stelpurnar allt sem þær gátu. Íris var að verja vel og við náðum að verjast boltanum vel yfir höfuð. Elín Metta er einn besti sóknarmaður Íslands og við náðum að verjast henni virkilega vel.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti