Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 17:32 Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair. Samsett Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum. Er hún annar framkvæmdastjórinn sem er ráðinn inn til félagsins en í síðustu viku var greint frá því að Georg Haraldsson myndi ganga til liðs við Play sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Fram kemur í tilkynningu frá Play að Þóra hafi víðtæka alþjóðlega reynslu af störfum tengdum fjármálum, rekstri og stjórnun sem spanni sautján ár. Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair en áður var hún fjármálastjóri og forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Air Iceland Connect. Þóra var forstöðumaður áhættu- og fjárstýringar hjá Landsneti á árunum 2012 til 2017 og vann einnig við fjárstýringu hjá Landic Property. Áður starfaði Þóra um nokkurra ára skeið hjá Morgan Stanley í Tókýó. Flugið heillar „Flugrekstur er einstaklega heillandi. Ég hef mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem eigendur og forstjóri PLAY hafa sett fram og hlakka til þess að taka þátt í framtíðaruppbyggingu félagsins. Ferðaþjónusta er öflug og ég er sannfærð um að hún muni blómstri á ný eftir þessa krefjandi tíma,“ segir Þóra í tilkynningu. Þóra er viðskiptafræðingur með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Hún er með mastersgráðu í markaðsfræðum frá viðskiptaháskólanum EADA í Barcelona og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þóra er gift Bjarna Erni Kærnested, forstöðumanni hjá Össuri og eiga þau tvö börn. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segist vera ánægður með að fá Þóru inn í stjórnunarteymið. „Það er sannarlega mikill fengur fyrir Play að fá Þóru til starfa. Hún hefur öflugan alþjóðlegan bakgrunn í fjármálum og rekstri og þekkir auk þess vel til flugreksturs. Play mun vaxa hratt á næstunni og þá skiptir lykilmáli að teymið sem stýrir félaginu sé samhent og öflugt,” segir Birgir í tilkynningu. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum. Er hún annar framkvæmdastjórinn sem er ráðinn inn til félagsins en í síðustu viku var greint frá því að Georg Haraldsson myndi ganga til liðs við Play sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Fram kemur í tilkynningu frá Play að Þóra hafi víðtæka alþjóðlega reynslu af störfum tengdum fjármálum, rekstri og stjórnun sem spanni sautján ár. Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair en áður var hún fjármálastjóri og forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Air Iceland Connect. Þóra var forstöðumaður áhættu- og fjárstýringar hjá Landsneti á árunum 2012 til 2017 og vann einnig við fjárstýringu hjá Landic Property. Áður starfaði Þóra um nokkurra ára skeið hjá Morgan Stanley í Tókýó. Flugið heillar „Flugrekstur er einstaklega heillandi. Ég hef mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem eigendur og forstjóri PLAY hafa sett fram og hlakka til þess að taka þátt í framtíðaruppbyggingu félagsins. Ferðaþjónusta er öflug og ég er sannfærð um að hún muni blómstri á ný eftir þessa krefjandi tíma,“ segir Þóra í tilkynningu. Þóra er viðskiptafræðingur með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Hún er með mastersgráðu í markaðsfræðum frá viðskiptaháskólanum EADA í Barcelona og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þóra er gift Bjarna Erni Kærnested, forstöðumanni hjá Össuri og eiga þau tvö börn. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segist vera ánægður með að fá Þóru inn í stjórnunarteymið. „Það er sannarlega mikill fengur fyrir Play að fá Þóru til starfa. Hún hefur öflugan alþjóðlegan bakgrunn í fjármálum og rekstri og þekkir auk þess vel til flugreksturs. Play mun vaxa hratt á næstunni og þá skiptir lykilmáli að teymið sem stýrir félaginu sé samhent og öflugt,” segir Birgir í tilkynningu.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25