Hagræðing í fækkun sveitarfélaga Jóhann Sigmarsson skrifar 11. maí 2021 10:30 Árið 2020 eru sveitarfélög á Íslandi 69 með Reykjavík. Árneshreppur á Vestfjörðum er minnsta sveitarfélagið með 43 íbúa skráða. Íbúafjöldi á Íslandi er skráður 368.792. Ef það er borið saman við Pankow-hverfið í Berlín þá eru 399,000 skráðir þar. Mér vitanlega eru níu manns sem að stjórna hverfinu. Tillaga okkar er að fækka sveitarfélögum um helming eða um tvo þriðju vegna smæðar á íbúafjölda. Jafnvel gæti þeim verið fækkað niður í sömu tölu og kjördæmin eru á landinu eða niður í 6 sveitarfélög. Það myndi minnka bákn skriffinskunnar og yfirbyggingu sveitarfélaga verulega til muna sem búið er til að stórum hluta vegna flokkanna. Ég hef búið á nokkrum stöðum á landinu m.a. á Selfossi og átt t.d. í ágætis samskiptum við Sveitarfélagið Árborg. Það varð til 7. júní 1998 við sameiningu 4 sveitarfélaga: Selfossbæjar, Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps og Sandvíkurhrepps. Stjórnir sveitarfélaganna eru kosnar í almennum kosningum meðal íbúanna á fjögurra ára fresti. Frá og með 9. áratugnum var farið að leggja áherslu á sameiningu sveitarfélaga til að auka hagkvæmni í rekstri þeirra og bæta þjónustu ríkisstofnanna til almennings. Fækkun sveitarfélaga eykur hagkvæmni og bætir þjónustu til almennings. Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Tímarnir eru aðrir í dag og nýir. Gjörbreyting hefur orðið á samskiptum milli fólks til umheimsins með tækninni. Almenningur á landinu getur verið í samskiptum við allar stofnanir og nauðsynjar í gegnum tölvur og síma um gjörvalla veröld með mjög stuttum fyrirvara. Nú geta flestar undirritanir farið á milli í gegnum rafræn skilríki í snjallsímum og tölvum. Það kostar að halda sveitarfélög. Sveitarfélög eru með eigu og leigu á húsnæðum, ræstingar, mat og allskyns fríðindi, bæjarstjóra, stjórn úr flokkunum og starfsfólki s.s ráðgjafa, upplýsingafulltrúa, mannauðstjóra, lögfræðinga og einhverja aðra nýja titla sem fáir vita hvað standa fyrir eða gera. Báknið hefur blásið út með tilheyrandi óþörfum kostnaði síðustu ár. Þjónustan hefur versnað mjög til muna. Það ætti að skrúfa fyrir krana sjálftökunnar. Stjórnsýslan virðist vera orðin að einhverri hitu hvítflibba. Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París. Það ætti t.d. að taka fyrir allar greiðslur fyrir setu funda. Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði. Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu. Bæjarstjórinn í Kópavogi er á hærri launum en borgarstjórinn í London. Bæjarstjórar, hreppstjórar og sveitarstjórar út um allt land eru á hærri launum og á umtalsmeiri fríðindum en borgarstjórar stórborga í heiminum sem að jafnvel telja yfir tug milljóna íbúa. Oft færist þetta fólk á milli embætta í áratugi til að haldast á spenanum frá hinu opinbera. Það fáa sem að hefur áorkast með stækkun stjórnsýslunnar er að þjónustan er verri við almenning, erfiðara er að nálgast lausn erinda sinna, millistjórnir, deildir og nefndir eru nánast óþarfar, yfirstjórnin er orðin ósnertanleg og þarf ekki að taka ábyrgð á neinu sem að miður fer í stjórnsýslunni sem allt er ókostur. Þetta er algjör sóun á opinberu skattfé frá almenningi og allt í boði stjórnsýslunnar í flokkspólitíkinni á Íslandi. Við viljum að farið verði eftir alþjóðlegum stjórnsýslulögum um setu í opinberum embættum. Kjörtímabil þingmanna, ráðherra og embættismanna skal vera 4 ár. Kjörnir fulltrúar geta setið í 2 kjörtímabil og lengst í 3 kjörtímabil séu þeir kosnir til þess á ný af almenningi. Eftir þriðja kjörtímabil verða fulltrúar hins opinbera í stjórnunarstöðum að segja af sér og að gefa öðrum færi á að komast að. Þýðir þá ekki að láta færa sig á milli embætta. Sjálftaka á kostnað skattborgarans. Nokkuð er um bruðl í samningum sem að ríki og sveitarfélög gera við fyrirtæki og einstaklinga. Samningar við verkefni fara oft á tíðum langt fram úr kostnaðaráætlun. Það kemur einnig fyrir að samningafólkið eru líka aðilar sem að eru með tengsl í gegnum flokkspólitíkina, vinir eða ættmenni sem að er vanhæfi. Öll verk eiga að vera boðin út og auglýst. Landsflokkurinn vill að samningar sem gerðir eru við hið opinbera eða ríkisstofnanir með útboði skuli standa. Ef að verkefni fer fram úr áætlun og kostnaði skal viðkomandi aðili, fyrirtæki eða verktaki taka ábyrgð á því en ekki hið opinbera. Við ætlum einnig að vinna að því að yfirvöld mega ekki hafa nein hagsmunaleg eða persónuleg tengsl og hverskyns vanhæfi við ákvarðanatökur. Lausnin er í sameiningu sveitarfélaga. Það er vel hægt að sameina öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem eru Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og Reykjavík. Öll stjórnsýsla gæti komist fyrir á einum stað t.d. í Ráðhúsi Reykjavíkur sem að þá myndi væntanlega breyta um nafn og verða að Ráðhúsi Höfuðborgarsvæðisins. Það gæti skilað sér í bætri þjónustu til almennings á borð við sorphirðu, almenningssamgöngur, rekstur grunnskóla og leikskóla, félagslega aðstoð, þjónustu við fatlað fólk og aldraða, í formi bættra atvinnuvega, uppbyggingu innviða sveitarfélagsins, lægri sköttum á almenning og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það gætu ef til vill verið reknar litlar og hagkvæmari þjónustu- og starfsstöðvar fyrir fólkið í stærstu bæjarfélögunum, en öll megin starfsemin og yfirstjórn færi fram í Ráðhúsi Höfuðborgarsvæðisins. Það ætti að vinna að fækkun og sameiningu sveitarfélaga um allt land. Yfirstjórn ríkis- og sveitarfélaga ætti að vera höfð í lágmarki. Skattar sem greiddir eru til ríkis- og sveitarfélaga gætu runnið að mestu leyti út aftur og væru notaðir til að styrkja innviði og stoðir samfélagsins alls. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Árið 2020 eru sveitarfélög á Íslandi 69 með Reykjavík. Árneshreppur á Vestfjörðum er minnsta sveitarfélagið með 43 íbúa skráða. Íbúafjöldi á Íslandi er skráður 368.792. Ef það er borið saman við Pankow-hverfið í Berlín þá eru 399,000 skráðir þar. Mér vitanlega eru níu manns sem að stjórna hverfinu. Tillaga okkar er að fækka sveitarfélögum um helming eða um tvo þriðju vegna smæðar á íbúafjölda. Jafnvel gæti þeim verið fækkað niður í sömu tölu og kjördæmin eru á landinu eða niður í 6 sveitarfélög. Það myndi minnka bákn skriffinskunnar og yfirbyggingu sveitarfélaga verulega til muna sem búið er til að stórum hluta vegna flokkanna. Ég hef búið á nokkrum stöðum á landinu m.a. á Selfossi og átt t.d. í ágætis samskiptum við Sveitarfélagið Árborg. Það varð til 7. júní 1998 við sameiningu 4 sveitarfélaga: Selfossbæjar, Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps og Sandvíkurhrepps. Stjórnir sveitarfélaganna eru kosnar í almennum kosningum meðal íbúanna á fjögurra ára fresti. Frá og með 9. áratugnum var farið að leggja áherslu á sameiningu sveitarfélaga til að auka hagkvæmni í rekstri þeirra og bæta þjónustu ríkisstofnanna til almennings. Fækkun sveitarfélaga eykur hagkvæmni og bætir þjónustu til almennings. Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Tímarnir eru aðrir í dag og nýir. Gjörbreyting hefur orðið á samskiptum milli fólks til umheimsins með tækninni. Almenningur á landinu getur verið í samskiptum við allar stofnanir og nauðsynjar í gegnum tölvur og síma um gjörvalla veröld með mjög stuttum fyrirvara. Nú geta flestar undirritanir farið á milli í gegnum rafræn skilríki í snjallsímum og tölvum. Það kostar að halda sveitarfélög. Sveitarfélög eru með eigu og leigu á húsnæðum, ræstingar, mat og allskyns fríðindi, bæjarstjóra, stjórn úr flokkunum og starfsfólki s.s ráðgjafa, upplýsingafulltrúa, mannauðstjóra, lögfræðinga og einhverja aðra nýja titla sem fáir vita hvað standa fyrir eða gera. Báknið hefur blásið út með tilheyrandi óþörfum kostnaði síðustu ár. Þjónustan hefur versnað mjög til muna. Það ætti að skrúfa fyrir krana sjálftökunnar. Stjórnsýslan virðist vera orðin að einhverri hitu hvítflibba. Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París. Það ætti t.d. að taka fyrir allar greiðslur fyrir setu funda. Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði. Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu. Bæjarstjórinn í Kópavogi er á hærri launum en borgarstjórinn í London. Bæjarstjórar, hreppstjórar og sveitarstjórar út um allt land eru á hærri launum og á umtalsmeiri fríðindum en borgarstjórar stórborga í heiminum sem að jafnvel telja yfir tug milljóna íbúa. Oft færist þetta fólk á milli embætta í áratugi til að haldast á spenanum frá hinu opinbera. Það fáa sem að hefur áorkast með stækkun stjórnsýslunnar er að þjónustan er verri við almenning, erfiðara er að nálgast lausn erinda sinna, millistjórnir, deildir og nefndir eru nánast óþarfar, yfirstjórnin er orðin ósnertanleg og þarf ekki að taka ábyrgð á neinu sem að miður fer í stjórnsýslunni sem allt er ókostur. Þetta er algjör sóun á opinberu skattfé frá almenningi og allt í boði stjórnsýslunnar í flokkspólitíkinni á Íslandi. Við viljum að farið verði eftir alþjóðlegum stjórnsýslulögum um setu í opinberum embættum. Kjörtímabil þingmanna, ráðherra og embættismanna skal vera 4 ár. Kjörnir fulltrúar geta setið í 2 kjörtímabil og lengst í 3 kjörtímabil séu þeir kosnir til þess á ný af almenningi. Eftir þriðja kjörtímabil verða fulltrúar hins opinbera í stjórnunarstöðum að segja af sér og að gefa öðrum færi á að komast að. Þýðir þá ekki að láta færa sig á milli embætta. Sjálftaka á kostnað skattborgarans. Nokkuð er um bruðl í samningum sem að ríki og sveitarfélög gera við fyrirtæki og einstaklinga. Samningar við verkefni fara oft á tíðum langt fram úr kostnaðaráætlun. Það kemur einnig fyrir að samningafólkið eru líka aðilar sem að eru með tengsl í gegnum flokkspólitíkina, vinir eða ættmenni sem að er vanhæfi. Öll verk eiga að vera boðin út og auglýst. Landsflokkurinn vill að samningar sem gerðir eru við hið opinbera eða ríkisstofnanir með útboði skuli standa. Ef að verkefni fer fram úr áætlun og kostnaði skal viðkomandi aðili, fyrirtæki eða verktaki taka ábyrgð á því en ekki hið opinbera. Við ætlum einnig að vinna að því að yfirvöld mega ekki hafa nein hagsmunaleg eða persónuleg tengsl og hverskyns vanhæfi við ákvarðanatökur. Lausnin er í sameiningu sveitarfélaga. Það er vel hægt að sameina öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem eru Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og Reykjavík. Öll stjórnsýsla gæti komist fyrir á einum stað t.d. í Ráðhúsi Reykjavíkur sem að þá myndi væntanlega breyta um nafn og verða að Ráðhúsi Höfuðborgarsvæðisins. Það gæti skilað sér í bætri þjónustu til almennings á borð við sorphirðu, almenningssamgöngur, rekstur grunnskóla og leikskóla, félagslega aðstoð, þjónustu við fatlað fólk og aldraða, í formi bættra atvinnuvega, uppbyggingu innviða sveitarfélagsins, lægri sköttum á almenning og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það gætu ef til vill verið reknar litlar og hagkvæmari þjónustu- og starfsstöðvar fyrir fólkið í stærstu bæjarfélögunum, en öll megin starfsemin og yfirstjórn færi fram í Ráðhúsi Höfuðborgarsvæðisins. Það ætti að vinna að fækkun og sameiningu sveitarfélaga um allt land. Yfirstjórn ríkis- og sveitarfélaga ætti að vera höfð í lágmarki. Skattar sem greiddir eru til ríkis- og sveitarfélaga gætu runnið að mestu leyti út aftur og væru notaðir til að styrkja innviði og stoðir samfélagsins alls. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun