OnlyFans, klám og óskynsamlegar refsingar Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2021 13:30 Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því. Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf - jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt. Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Lögbrjótarnir á OnlyFans Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum. Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir. Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira - alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið. Óskynsamlegar refsingar Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu - skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals. Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því. Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf - jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt. Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Lögbrjótarnir á OnlyFans Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum. Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir. Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira - alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið. Óskynsamlegar refsingar Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu - skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals. Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum. Höfundur er þingmaður Pírata
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun