Mældu ýtrustu hyldýpi heimshafanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 14:24 Móðurskipið Pressure Drop í Suður-Íshafinu. Á dekkinu á skuti skipsins sést kafbáturinn Limiting Factor sem kafaði niður í dýpstu hyli heimshafanna. Caladan Oceanic LLC Dýpstu glufur á hafsbotninum í heimshöfunum fimm voru kortlagðar á nákvæmari hátt en áður hefur verið gert í leiðangri bandarísks ævintýramanns undanfarin ár. Dýptarmælingarnar skáru loks úr um hverjir dýpstu staðirnir í Indlandshafi og Suður-Íshafinu eru í raun og veru. Djúpin fimm var leiðangur bandaríska ævintýra- og fjármálamannsins Victors Vescovo en hann varð fyrsti maðurinn til þess að fara í kafbáti niður á mestu dýpi allra hafanna í leiðangrinum. Leiðangursmenn kortlögðu dýpstu hluta hafsbotnsins í Kyrrahafi, Atlantshafi, Indlandshafi og Norður- og Suður-Íshafi. Niðurstöður dýptarmælinganna voru birtar í vísindaritinu Geoscience Data Journal. Sum svæðanna voru vel þekkt fyrir en leiðangurinn staðfesti í fyrsta skipti að Sundadjúpállinn við Indónesíu væri dýpsti hluti Indlandshafs, 7.187 metra djúpur. Dýpsti hlutinn djúpálsins reyndist 387 kílómetrum frá því sem hann var talinn vera áður en mælingarnar voru gerðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Suður-Íshafinu reyndist svæði sem leiðangursmenn nefndu Þáttardjúp [e. Factorian Deep] til heiðurs kafbátnum Takmarkandi þættinum [e. Limiting Factor] dýpsti hluti hafsbotnsins, 7.432 metra djúpt. Þáttardjúp er syðsti hluti Suður-Sandvíkurdjúpálsins. Norðar í sama djúpál er að finna enn dýpri lægð, svonefnt Loftsteinadjúp sem er 8.265 metra djúpt. Það tilheyrir þó tæknilega Atlantshafi. Victor Vescovo (t.v.) vildi verða fyrsti maðurinn til að kafa niður á dýpstu staði heimshafanna fimm. Honum tókst það þegar hann kafaði niður að Molloy-holunni í Norður-Íshafinu í ágúst árið 2019.Five Deeps Dýpsti staður á hafsbotninum á jörðinni er Challenger-dýpi í Maríönudjúpálnum í Kyrrahafi. Það er 10.924 metra djúpt samkvæmt mælingu leiðangursmanna. BBC segir að skekkjumörk mælinga Djúpanna fimm séu um fimmtán metra og að afar erfitt muni reynast að mæla hafsbotninn með meiri nákvæmni en það. Heimshöfin eru enn að miklu leyti ókannað svæði. Um 80% hafsbotnsins hefur þannig aldrei verið mældur eins nákvæmlega og gert var í leiðangrinum. Vísindi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Djúpin fimm var leiðangur bandaríska ævintýra- og fjármálamannsins Victors Vescovo en hann varð fyrsti maðurinn til þess að fara í kafbáti niður á mestu dýpi allra hafanna í leiðangrinum. Leiðangursmenn kortlögðu dýpstu hluta hafsbotnsins í Kyrrahafi, Atlantshafi, Indlandshafi og Norður- og Suður-Íshafi. Niðurstöður dýptarmælinganna voru birtar í vísindaritinu Geoscience Data Journal. Sum svæðanna voru vel þekkt fyrir en leiðangurinn staðfesti í fyrsta skipti að Sundadjúpállinn við Indónesíu væri dýpsti hluti Indlandshafs, 7.187 metra djúpur. Dýpsti hlutinn djúpálsins reyndist 387 kílómetrum frá því sem hann var talinn vera áður en mælingarnar voru gerðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Suður-Íshafinu reyndist svæði sem leiðangursmenn nefndu Þáttardjúp [e. Factorian Deep] til heiðurs kafbátnum Takmarkandi þættinum [e. Limiting Factor] dýpsti hluti hafsbotnsins, 7.432 metra djúpt. Þáttardjúp er syðsti hluti Suður-Sandvíkurdjúpálsins. Norðar í sama djúpál er að finna enn dýpri lægð, svonefnt Loftsteinadjúp sem er 8.265 metra djúpt. Það tilheyrir þó tæknilega Atlantshafi. Victor Vescovo (t.v.) vildi verða fyrsti maðurinn til að kafa niður á dýpstu staði heimshafanna fimm. Honum tókst það þegar hann kafaði niður að Molloy-holunni í Norður-Íshafinu í ágúst árið 2019.Five Deeps Dýpsti staður á hafsbotninum á jörðinni er Challenger-dýpi í Maríönudjúpálnum í Kyrrahafi. Það er 10.924 metra djúpt samkvæmt mælingu leiðangursmanna. BBC segir að skekkjumörk mælinga Djúpanna fimm séu um fimmtán metra og að afar erfitt muni reynast að mæla hafsbotninn með meiri nákvæmni en það. Heimshöfin eru enn að miklu leyti ókannað svæði. Um 80% hafsbotnsins hefur þannig aldrei verið mældur eins nákvæmlega og gert var í leiðangrinum.
Vísindi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira