Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“ Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 15:54 Berglind Svavarsdóttir er formaður Lögmannafélags Íslands. Podcast með Sölva Tryggva/Landsbankinn Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt. „Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag. Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
„Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag.
Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23