Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 16:02 Hér má glögglega sjá hve stórir speglar James Webb sjónaukans eru. NASA/Chris Gunn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. JWST á að leysa Hubble sjónaukann af hólmi og vonast vísindamenn til þess að hægt verði að nota hann til svara mikilvægum spurningum um uppruna alheimsins og nær- og fjarliggjandi stjörnuþokur. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Hann verður ekki á braut um jörðu eins og Hubble heldur verður hann í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Sjónaukinn á taka myndir af stjörnuþokum sem voru með þeim fyrstu til að myndast í alheiminum. Til stendur að skjóta JWST á loft þann 31. október frá frönsku Gíenu. Í tilkynningu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, segir að enn eigi eftir að gera nokkrar tilraunir áður en hægt verði að skjóta sjónaukanum á loft. Hér má sjá útskýringarmyndband um það hvernig sjónaukinn mun virka þegar hann er kominn út í geim. Sjónaukinn sé gerður úr mörgum hreyfanlegum hlutum og allt þurfi að vera fullkomið við geimskot, því þar sem sjónaukinn verður svo langt frá jörðu verður gífurlega erfitt, ef ekki ómögulegt að laga hann. Upprunalega stóð til að skjóta honum á loft árið 2007 en miklar tafir hafa verið á framleiðslu hans og sömuleiðis hefur verkefnið kostað mun meira en áður stóð til. Hér má svo sjá myndband þar sem farið er yfir James Webb verkefnið og hvað sjónaukinn á að gera. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
JWST á að leysa Hubble sjónaukann af hólmi og vonast vísindamenn til þess að hægt verði að nota hann til svara mikilvægum spurningum um uppruna alheimsins og nær- og fjarliggjandi stjörnuþokur. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Hann verður ekki á braut um jörðu eins og Hubble heldur verður hann í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Sjónaukinn á taka myndir af stjörnuþokum sem voru með þeim fyrstu til að myndast í alheiminum. Til stendur að skjóta JWST á loft þann 31. október frá frönsku Gíenu. Í tilkynningu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, segir að enn eigi eftir að gera nokkrar tilraunir áður en hægt verði að skjóta sjónaukanum á loft. Hér má sjá útskýringarmyndband um það hvernig sjónaukinn mun virka þegar hann er kominn út í geim. Sjónaukinn sé gerður úr mörgum hreyfanlegum hlutum og allt þurfi að vera fullkomið við geimskot, því þar sem sjónaukinn verður svo langt frá jörðu verður gífurlega erfitt, ef ekki ómögulegt að laga hann. Upprunalega stóð til að skjóta honum á loft árið 2007 en miklar tafir hafa verið á framleiðslu hans og sömuleiðis hefur verkefnið kostað mun meira en áður stóð til. Hér má svo sjá myndband þar sem farið er yfir James Webb verkefnið og hvað sjónaukinn á að gera.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira