27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2021 12:00 Cristiano Ronaldo kyssir hér EM-bikarinn eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum á EM 2016. EPA/GEORGI LICOVSKI Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. Það þarf ekki að fara langa leið á Evrópukortinu til að finna Evrópumeistara síðustu þrettán ára en nágrannarnir á Íberíuskaganum, Spánn og Portúgal, hafa einokað titilinn frá og með EM 2008. Spánverjar urðu fyrsta þjóðin til vinna tvö Evrópumót í röð þegar þeir unnu 2008 og 2012. Spánverjar urðu meira segja heimsmeistarar inn á milli. Portúgal vann síðan síðasta Evrópumót sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Euro 2008 World Cup 2010 Euro 2012 Spain's golden generation won Euro 2008 on this day and kick-started a dynasty pic.twitter.com/bvfbcbdOTw— B/R Football (@brfootball) June 29, 2020 Spánn vann sinn fyrsta stóra titil í 44 ár þegar liðið vann EM 2008 eftir 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið. David Villa, markakóngur keppninnar, missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Spánn hafði slegið Ítalíu út í átta liða úrslitunum og unnið Rússland í undanúrslitunum. Fjórum árum síðar vann spænska landsliðið 4-0 sigur á Ítalíu í úrslitaleiknum þar sem Torres var aftur á skotskónum en hin mörkin skoruðu þeir David Silva, Jordi Alba og Juan Mata. Spánverjar höfðu unnið Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en unnu Frakkland í átta liða úrslitunum. #OnThisDay 12 years ago...@Torres won Euro 2008 for Spain with a delightful finish pic.twitter.com/FjLSU3ofg5— Goal (@goal) June 29, 2020 Sigurganga Spánverja á EM endaði með 2-0 tapi á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum en þeir höfðu þá líka tapað síðasta leiknum sínum í riðlinum. Portúgal vann Króatíu, Pólland og Wales á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Eder skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri á Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Portúgala á stórmóti en þeir höfðu tapað úrslitaleik EM á heimavelli árið 2004. EURO 2016 Portugal claimed a first-ever major tournament trophy thanks to Éder's 109th-minute strike!#OTD | @selecaoportugal pic.twitter.com/N0HO0MwzXY— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 10, 2020 Síðustu tvö Evrópumeistarar hafa þó ekki náð að vinna sinn fyrsta leik á EM. Spænska liðið sem vann 2012 gerði 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í leik og Portúgalar hófu síðasta Evrópumót á því að gera 1-1 jafntefli við okkur Íslendinga. Síðasta þjóðin til að vinna EM sem er ekki frá Íberíuskaganum voru Grikkir en þeir unnu hins vegar titilinn á Íberíuskaganum með því að vinna úrslitaleikinn í Lissabon í Portúgal sumarið 2004. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Það þarf ekki að fara langa leið á Evrópukortinu til að finna Evrópumeistara síðustu þrettán ára en nágrannarnir á Íberíuskaganum, Spánn og Portúgal, hafa einokað titilinn frá og með EM 2008. Spánverjar urðu fyrsta þjóðin til vinna tvö Evrópumót í röð þegar þeir unnu 2008 og 2012. Spánverjar urðu meira segja heimsmeistarar inn á milli. Portúgal vann síðan síðasta Evrópumót sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Euro 2008 World Cup 2010 Euro 2012 Spain's golden generation won Euro 2008 on this day and kick-started a dynasty pic.twitter.com/bvfbcbdOTw— B/R Football (@brfootball) June 29, 2020 Spánn vann sinn fyrsta stóra titil í 44 ár þegar liðið vann EM 2008 eftir 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið. David Villa, markakóngur keppninnar, missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Spánn hafði slegið Ítalíu út í átta liða úrslitunum og unnið Rússland í undanúrslitunum. Fjórum árum síðar vann spænska landsliðið 4-0 sigur á Ítalíu í úrslitaleiknum þar sem Torres var aftur á skotskónum en hin mörkin skoruðu þeir David Silva, Jordi Alba og Juan Mata. Spánverjar höfðu unnið Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en unnu Frakkland í átta liða úrslitunum. #OnThisDay 12 years ago...@Torres won Euro 2008 for Spain with a delightful finish pic.twitter.com/FjLSU3ofg5— Goal (@goal) June 29, 2020 Sigurganga Spánverja á EM endaði með 2-0 tapi á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum en þeir höfðu þá líka tapað síðasta leiknum sínum í riðlinum. Portúgal vann Króatíu, Pólland og Wales á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Eder skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri á Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Portúgala á stórmóti en þeir höfðu tapað úrslitaleik EM á heimavelli árið 2004. EURO 2016 Portugal claimed a first-ever major tournament trophy thanks to Éder's 109th-minute strike!#OTD | @selecaoportugal pic.twitter.com/N0HO0MwzXY— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 10, 2020 Síðustu tvö Evrópumeistarar hafa þó ekki náð að vinna sinn fyrsta leik á EM. Spænska liðið sem vann 2012 gerði 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í leik og Portúgalar hófu síðasta Evrópumót á því að gera 1-1 jafntefli við okkur Íslendinga. Síðasta þjóðin til að vinna EM sem er ekki frá Íberíuskaganum voru Grikkir en þeir unnu hins vegar titilinn á Íberíuskaganum með því að vinna úrslitaleikinn í Lissabon í Portúgal sumarið 2004.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00