Vel gert Vinnumálastofnun - góð nálgun Bragi Bjarnason skrifar 14. maí 2021 11:00 Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið. Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann. Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið. Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða. Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagasamtök Bragi Bjarnason Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið. Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann. Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið. Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða. Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar