Stefanik tekin við af Cheney Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 15:12 Frá vinstri, Elise Stefanik, Steve Scalise og Kevin McCarthy. Þau eru þrír æðstu meðlimir þingflokks Repúblikanaflokksins. AP/ANdrew Harnik Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. Fyrr í vikunni höfðu þingmennirnir vikið Liz Cheney úr stöðunni, vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og annarra mála sem snúa einnig að Trump. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sögðu leiðtogar flokksins að nú væru meðlimir þingflokksins sameinaðir í þeim tilgangi að standa í hárinu á Joe Biden, forseta, og stöðva „sósíalisk stefnumál“ hans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þó er ljóst að margir íhaldssamari meðlimir þingflokksins eru ekki sáttir við tilnefningu Stefanik og þá sérstaklega vegna þess að hún þykir ekki nægilega íhaldssöm. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur staðið þétt við Trump Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Sjá einnig: Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samtök íhaldsmanna sem fylgjast náið með því hvernig þingmenn greiða atkvæði hafa til að mynda gefið Chip Roy mjög háar einkunnir. Það hafa samtökin ekki gert við Stefanik. Heratige Action for America gefur Roy til að mynda 98 prósent en Stefanik einungis 48 prósent. Það nær yfir alla veru þeirra á þingi. Þegar bara er litið til þessa þings sem nú er yfirstandandi fær Stefanik 84 prósent og er það til marks um breytingu hennar að undanförnu. American Conservative Union gefur Roy 94,6 prósent og Stefanik 43,6 prsóent. AP fréttaveitan segir einnig gremju innan þingflokksins vegna taks Trumps á flokknum, sem einhverjir séu ósáttir við. Ólíklegt sé að deilum þingmanna Repúblikanaflokksins ljúki með þessari atkvæðagreiðslu. Þá segir fréttaveitan að Stefanik hafi sagt öðrum þingmönnum að hún ætlaði ekki að sinna stöðunni lengur en út næsta ár. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fyrr í vikunni höfðu þingmennirnir vikið Liz Cheney úr stöðunni, vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og annarra mála sem snúa einnig að Trump. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sögðu leiðtogar flokksins að nú væru meðlimir þingflokksins sameinaðir í þeim tilgangi að standa í hárinu á Joe Biden, forseta, og stöðva „sósíalisk stefnumál“ hans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þó er ljóst að margir íhaldssamari meðlimir þingflokksins eru ekki sáttir við tilnefningu Stefanik og þá sérstaklega vegna þess að hún þykir ekki nægilega íhaldssöm. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur staðið þétt við Trump Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Sjá einnig: Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samtök íhaldsmanna sem fylgjast náið með því hvernig þingmenn greiða atkvæði hafa til að mynda gefið Chip Roy mjög háar einkunnir. Það hafa samtökin ekki gert við Stefanik. Heratige Action for America gefur Roy til að mynda 98 prósent en Stefanik einungis 48 prósent. Það nær yfir alla veru þeirra á þingi. Þegar bara er litið til þessa þings sem nú er yfirstandandi fær Stefanik 84 prósent og er það til marks um breytingu hennar að undanförnu. American Conservative Union gefur Roy 94,6 prósent og Stefanik 43,6 prsóent. AP fréttaveitan segir einnig gremju innan þingflokksins vegna taks Trumps á flokknum, sem einhverjir séu ósáttir við. Ólíklegt sé að deilum þingmanna Repúblikanaflokksins ljúki með þessari atkvæðagreiðslu. Þá segir fréttaveitan að Stefanik hafi sagt öðrum þingmönnum að hún ætlaði ekki að sinna stöðunni lengur en út næsta ár.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36
Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00