Sönnun í kynferðisbrotamálum II Einar Gautur Steingrímsson skrifar 17. maí 2021 09:00 Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun