Palestína/Ísrael - er þetta flókið? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:32 Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun