Ísland með mannréttindum? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 19. maí 2021 09:00 Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar