Sakar Gísla um pólitískan áróður gegn Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 23:05 Gísli Marteinn Baldursson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði Gísla Martein Baldursson um pólitískan áróður gegn Ísrael á undankvöldi Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í kvöld. „Öfugt við það sem margir eflaust telja, þá fjallar lag hennar: Set me free, ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi við landtökubyggðir Ísraela, heldur er þetta klassískt ástarlag,“ sagði Gísli í aðdraganda þess að lag Ísraels var sýnt í kvöld. „Við fáum hér eldvörpur og sprengjur, en áberandi minna en áður hjá Ísraelsmönnum. Hugsanlega uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana.“ Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Gunnari Braga, sem ræddi ummæli Gísla á þingfundi í kvöld, þar sem verið var að ræða frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísaði Gunnar Bragi í „þetta Eurovision-dæmi allt saman“ og orða Gísla. „Þar hefur komið í fréttir að þulur ríkisútvarpsins ákvað að nota tækifærið og beita pólitískum áróðri í starfi sínu þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann ítrekaði að honum þætti Ísrael beitti Palestínumenn allt of mikilli hörku en spurði hvort að það þætti við hæfi að: „Ríkisútvarp allra landsmanna. Hið hlutlausa Ríkisútvarp. Tæki afstöðu í því máli, eins og gert var í kvöld, að því virðist, samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þar sem þessi ágæti þulur gagnrýnir, með beinum eða óbeinum hætti, Ísraela og framlag þeirra í þessari keppni. Finnst þingmanninum eðlilega að Ríkisútvarpið hafi farið fram með slíkum hætti?“ spurði Gunnar Bragi. Beindi hann spurningu sinni að Bryndísi Haraldsdóttur. Hún hló í pontu og sagðist ekki geta svarað þessari spurningu þar sem hún hefði ekki fylgst með samfélagsmiðlum. Fyrr í dag var Gísli taggaður í tísti þar sem hann var hvattur til að telja upp stríðsglæpi Ísraels yfir flutningi Ísraelsmanna í kvöld. Hann svaraði og sagði kynningar sínar ekki eiga að vera pólitíska pistla. Þær ættu að vera fræðandi og skemmtilegar en væru ekki ónæmar fyrir því sem sé að gerast í heiminum. Kynningarnar mínar eru ekki pólitískir pistlar, heldur eiga fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar. En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum. En ég ítreka að ég skil hvatninguna og kann að meta ákafann.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 18, 2021 Eurovision Alþingi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Öfugt við það sem margir eflaust telja, þá fjallar lag hennar: Set me free, ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi við landtökubyggðir Ísraela, heldur er þetta klassískt ástarlag,“ sagði Gísli í aðdraganda þess að lag Ísraels var sýnt í kvöld. „Við fáum hér eldvörpur og sprengjur, en áberandi minna en áður hjá Ísraelsmönnum. Hugsanlega uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana.“ Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Gunnari Braga, sem ræddi ummæli Gísla á þingfundi í kvöld, þar sem verið var að ræða frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísaði Gunnar Bragi í „þetta Eurovision-dæmi allt saman“ og orða Gísla. „Þar hefur komið í fréttir að þulur ríkisútvarpsins ákvað að nota tækifærið og beita pólitískum áróðri í starfi sínu þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann ítrekaði að honum þætti Ísrael beitti Palestínumenn allt of mikilli hörku en spurði hvort að það þætti við hæfi að: „Ríkisútvarp allra landsmanna. Hið hlutlausa Ríkisútvarp. Tæki afstöðu í því máli, eins og gert var í kvöld, að því virðist, samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þar sem þessi ágæti þulur gagnrýnir, með beinum eða óbeinum hætti, Ísraela og framlag þeirra í þessari keppni. Finnst þingmanninum eðlilega að Ríkisútvarpið hafi farið fram með slíkum hætti?“ spurði Gunnar Bragi. Beindi hann spurningu sinni að Bryndísi Haraldsdóttur. Hún hló í pontu og sagðist ekki geta svarað þessari spurningu þar sem hún hefði ekki fylgst með samfélagsmiðlum. Fyrr í dag var Gísli taggaður í tísti þar sem hann var hvattur til að telja upp stríðsglæpi Ísraels yfir flutningi Ísraelsmanna í kvöld. Hann svaraði og sagði kynningar sínar ekki eiga að vera pólitíska pistla. Þær ættu að vera fræðandi og skemmtilegar en væru ekki ónæmar fyrir því sem sé að gerast í heiminum. Kynningarnar mínar eru ekki pólitískir pistlar, heldur eiga fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar. En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum. En ég ítreka að ég skil hvatninguna og kann að meta ákafann.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 18, 2021
Eurovision Alþingi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira