Ríkið í ríkinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. maí 2021 08:31 Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Alþingiskosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun