Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. maí 2021 10:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Í Reykjavík eru um 22.000 börn í skólakerfinu. Á hverjum virkum degi koma 22.000 börn í leikskólann eða grunnskólann sinn. Einhver kríli fara til dagforeldris og nokkrir árgangar sækja frístundarheimilið sitt heim að skóladegi loknum. Í félagsmiðstöðvar eru skráðar 126.000 heimsóknir á ári svo eitthvað sé nefnt. Eins og fyrr segir eru í Reykjavík 22.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Þetta gera 22 þúsund drauma. Allskonar drauma því enginn draumur er eins, því ekkert barn er eins. Reykjavíkurborg er að gera virkilega góða hluti til að láta 22 þúsund fjölbreytta og einstaklingsbunda drauma rætast. Ég er stolt af því að taka þátt í að fylgja eftir þessari stefnu og leiða hana inn í skóla- og frístundarstarf hér í borg sem fulltrúi í Skóla- og frístundarráði. Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir mótun nýrrar menntastefnu ríkisins. Fyrir þá sem ekki vita ber ríkið ábyrgð á framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Í ræðu minni á síðasta borgarstjórnarfundi notaði ég tækifærið í pontu og sendi út ákall yfir á Alþingi. Mig langar að benda þeim sem stýra og móta þessa stefnu á að hluti af þessum fyrrnefndu 22 þúsund börnum munu ekki eiga tækifæri á að láta alla sína drauma rætast þegar komið er upp á háskólastigið. Dóttir mín er ein af þessum 22 þúsund börnum sem eru í leik- og grunnskólakerfinu sem stendur. Stelpan mín mun, eins og staðan er núna, hafa úr einungis tveimur námsleiðum að velja þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla og fer yfir á háskólastigið. Ástæðan fyrir þessu takmörkuðu valkostum er sú að það er aðeins gert fyrir tveimur framtíðardraumum fyrir fötluð börn. Það sem stendur til boða er annars vegar tveggja ára diplómanám fyrir fámennan hóp í Háskóla Íslands og hinsvegar eins árs nám í Myndlistarskólanum. Í drögum um nýja menntastefnu ríkisins er ekki minnst einu orði á að stefnt sé á fjölbreyttari menntun í boði fyrir þennan stóra og frambærilega hóp. Það er að mínu mati óásættanlegt og kalla hér formlega eftir því að ný menntastefna ríkisins geri ráð fyrir öllum gerðum af draumum, fyrir alla. Ekki bara ófatlaða. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík og móðir barns með framtíðardrauma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Í Reykjavík eru um 22.000 börn í skólakerfinu. Á hverjum virkum degi koma 22.000 börn í leikskólann eða grunnskólann sinn. Einhver kríli fara til dagforeldris og nokkrir árgangar sækja frístundarheimilið sitt heim að skóladegi loknum. Í félagsmiðstöðvar eru skráðar 126.000 heimsóknir á ári svo eitthvað sé nefnt. Eins og fyrr segir eru í Reykjavík 22.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Þetta gera 22 þúsund drauma. Allskonar drauma því enginn draumur er eins, því ekkert barn er eins. Reykjavíkurborg er að gera virkilega góða hluti til að láta 22 þúsund fjölbreytta og einstaklingsbunda drauma rætast. Ég er stolt af því að taka þátt í að fylgja eftir þessari stefnu og leiða hana inn í skóla- og frístundarstarf hér í borg sem fulltrúi í Skóla- og frístundarráði. Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir mótun nýrrar menntastefnu ríkisins. Fyrir þá sem ekki vita ber ríkið ábyrgð á framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Í ræðu minni á síðasta borgarstjórnarfundi notaði ég tækifærið í pontu og sendi út ákall yfir á Alþingi. Mig langar að benda þeim sem stýra og móta þessa stefnu á að hluti af þessum fyrrnefndu 22 þúsund börnum munu ekki eiga tækifæri á að láta alla sína drauma rætast þegar komið er upp á háskólastigið. Dóttir mín er ein af þessum 22 þúsund börnum sem eru í leik- og grunnskólakerfinu sem stendur. Stelpan mín mun, eins og staðan er núna, hafa úr einungis tveimur námsleiðum að velja þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla og fer yfir á háskólastigið. Ástæðan fyrir þessu takmörkuðu valkostum er sú að það er aðeins gert fyrir tveimur framtíðardraumum fyrir fötluð börn. Það sem stendur til boða er annars vegar tveggja ára diplómanám fyrir fámennan hóp í Háskóla Íslands og hinsvegar eins árs nám í Myndlistarskólanum. Í drögum um nýja menntastefnu ríkisins er ekki minnst einu orði á að stefnt sé á fjölbreyttari menntun í boði fyrir þennan stóra og frambærilega hóp. Það er að mínu mati óásættanlegt og kalla hér formlega eftir því að ný menntastefna ríkisins geri ráð fyrir öllum gerðum af draumum, fyrir alla. Ekki bara ófatlaða. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík og móðir barns með framtíðardrauma
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun