„Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 11:00 Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson sjást hér í Domino's Körfuboltakvöldi í DHL-höllinni í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Það hafa komið upp mörg mál að undanförnu þar sem leikmenn Domino's deildarinnar í körfubolta hafa verið dæmdir í leikbann. Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þetta í þættinum sínum í DHL-höllinni í gær. „Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
„Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti