Seyðisfjarðarvöllur fær sömu örlög og Highbury og Upton Park Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:01 Gömli Arsenal leikmennirnir Jeremie Aliadiere, Robert Pires, Nigel Winterburn, Ray Parlour og David Seaman sjást hér saman á miðju gamla vallarins á Highbury þar sem er nú bara húsgarður fyrir byggingarnar sem risu í stað þessa heimsfræga vallar. Getty/Arsenal FC Seyðfirðingar kveðja fótboltavöllinn sinn á laugardaginn þegar lokaleikurinn á Seyðisfjarðarvelli fer fram. Seyðisfjarðarvöllur heyrir bráðum sögunni til því eins og hefur gerst fyrir velli eins og Highbury og Upton Park í London, The Dell í Southampton og Maine Road í Manchester. Arsenal flutti sem dæmi af Highbury eftir að hafa byggt Emirates leikvanginn rétt hjá, West Ham flutti af Upton Park og á Ólympíuleikvanginn í London og Manchester City flutti af Maine Road og á nýja glæsilegan Ethiad leikvang. Seyðisfjarðarvöllur fær nú sömu örlög. Nú á að taka vallarstæðið undir íbúðabyggð alveg eins og gerðist hjá þessum heimsfrægu knattspyrnuvöllum í Englandi. Seyðfirðingar vildu kveðja völlinn sinn með formlegum hætti og sérstakur kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á morgun. Kveðjuleikur Seyðisfjarðarvallar verður leikinn á laugardag. #fotboltihttps://t.co/HMo0wFX0Mw— Austurfrétt (@Austurfrett) May 20, 2021 „Við erum nokkrir Seyðfirðingar sem búum syðra en hittumst til að spila fótbolta yfir veturinn. Þegar tilkynnt var að völlurinn yrði nýttur undir byggingarland kom Nik Chamberlain með þá hugmynd inn í hópinn að það þyrfti að kalla saman lokaleik. Ég og Rúnar Freyr Þórhallsson tókum boltann og þróuðum hugmyndina áfram,“ segir Birkir Pálsson uppalinn Seyðfirðingur og fyrrum leikmaður Hugins, í samtali við Austurfrétt. Birkir og Rúnar leituðu uppi fyrrum leikmenn Hugins og notuðust við heimasíðu KSÍ, þar sem upplýsingarnar ná 20 ár aftur í tímann. Af þessum hópi hafa um 50 manns boðað komu sína. Birkir líkir því að horfa á eftir vellinum við að kveðja vin eða ættingja. „Maður á ótrúlega margar minningar frá vellinum. Hann var áður malarvöllur og ég man eftir því þegar ég var átta ára gamall og Valur kom til að spila. Guðni Bergsson var í liði Vals, hann spilaði seinni hálfleikinn með Huginn og skoraði eina mark liðsins. Svæðið og allt sem tengist Huginn skipar stóran sess í okkar æskuminningum og þess vegna er þetta eins og að kveðja góðan vin eða ættingja fyrir mörg okkar,“ sagði Birkir en það má lesa allt viðtalið við hann á vef Austurfréttar hér. Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar aðstaða verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu. „Það verður að vera aðstaða í boði. Þegar ég var lítill voru allir grasblettir sem í boði voru nýttir,“ segir Birkir. Flautað verður til leiks klukkan tvö á morgun laugardag. Íslenski boltinn Enski boltinn Múlaþing Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Seyðisfjarðarvöllur heyrir bráðum sögunni til því eins og hefur gerst fyrir velli eins og Highbury og Upton Park í London, The Dell í Southampton og Maine Road í Manchester. Arsenal flutti sem dæmi af Highbury eftir að hafa byggt Emirates leikvanginn rétt hjá, West Ham flutti af Upton Park og á Ólympíuleikvanginn í London og Manchester City flutti af Maine Road og á nýja glæsilegan Ethiad leikvang. Seyðisfjarðarvöllur fær nú sömu örlög. Nú á að taka vallarstæðið undir íbúðabyggð alveg eins og gerðist hjá þessum heimsfrægu knattspyrnuvöllum í Englandi. Seyðfirðingar vildu kveðja völlinn sinn með formlegum hætti og sérstakur kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á morgun. Kveðjuleikur Seyðisfjarðarvallar verður leikinn á laugardag. #fotboltihttps://t.co/HMo0wFX0Mw— Austurfrétt (@Austurfrett) May 20, 2021 „Við erum nokkrir Seyðfirðingar sem búum syðra en hittumst til að spila fótbolta yfir veturinn. Þegar tilkynnt var að völlurinn yrði nýttur undir byggingarland kom Nik Chamberlain með þá hugmynd inn í hópinn að það þyrfti að kalla saman lokaleik. Ég og Rúnar Freyr Þórhallsson tókum boltann og þróuðum hugmyndina áfram,“ segir Birkir Pálsson uppalinn Seyðfirðingur og fyrrum leikmaður Hugins, í samtali við Austurfrétt. Birkir og Rúnar leituðu uppi fyrrum leikmenn Hugins og notuðust við heimasíðu KSÍ, þar sem upplýsingarnar ná 20 ár aftur í tímann. Af þessum hópi hafa um 50 manns boðað komu sína. Birkir líkir því að horfa á eftir vellinum við að kveðja vin eða ættingja. „Maður á ótrúlega margar minningar frá vellinum. Hann var áður malarvöllur og ég man eftir því þegar ég var átta ára gamall og Valur kom til að spila. Guðni Bergsson var í liði Vals, hann spilaði seinni hálfleikinn með Huginn og skoraði eina mark liðsins. Svæðið og allt sem tengist Huginn skipar stóran sess í okkar æskuminningum og þess vegna er þetta eins og að kveðja góðan vin eða ættingja fyrir mörg okkar,“ sagði Birkir en það má lesa allt viðtalið við hann á vef Austurfréttar hér. Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar aðstaða verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu. „Það verður að vera aðstaða í boði. Þegar ég var lítill voru allir grasblettir sem í boði voru nýttir,“ segir Birkir. Flautað verður til leiks klukkan tvö á morgun laugardag.
Íslenski boltinn Enski boltinn Múlaþing Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira