Mannréttindi fyrir alla Anna Lúðvíksdóttir skrifar 28. maí 2021 09:01 Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan. Amnesty International fagnar afmæli sínu, sögu og sigrum með opnun útisýningar í Pósthússtræti í dag klukkan 17:00 ásamt því að veita viðurkenninguna Aðgerðasinni Amnesty International til að heiðra einstakling sem hefur barist fyrir mannréttindum með aðgerðum sínum af krafti og eljusemi. Upphaf Amnesty International má rekja til breska lögfræðingsins Peter Benenson sem fékk grein sína Gleymdu fangarnir (e. The Forgotten Prisoners) birta í dagblaðinu Observer þann 28. maí 1961. Í kjölfarið hóf hann alþjóðlega herferð sem bar heitið Ákall um sakaruppgjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961). Þar kallaði hann eftir því að fólk gripi til aðgerða fyrir einstaklinga sem væru í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Ákall hans snerti við fólki sem sameinaðist í baráttunni fyrir réttlæti og frelsi. Allar götur síðan hefur hreyfingin byggt starf sitt á þeirri hugmynd að saman geti almennir borgarar breytt heiminum til hins betra. Í dag er Amnesty International alþjóðahreyfing um 10 milljón einstaklinga sem berjast fyrir mannréttindum, réttlæti, jafnrétti og frelsi fyrir alla. Um heim allan, allt frá Bretlandi til Íslands, frá Ástralíu til Úganda hefur fólk komið saman til að krefjast þess að mannréttindi allra séu virt og vernduð. Mannréttindi eru bundin í alþjóðasamninga og sáttmála sem ríki hafa skuldbundið sig til að virða og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er vegvísir Amnesty International í baráttu samtakanna. Styrkur Amnesty International byggir meðal annars á því að samtökin eru óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Því geta samtökin óhikað sinnt starfi sínu í þágu mannréttinda og barist fyrir jákvæðum breytingum með því að beita þrýstingi á valdhafa án áhrifa frá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Þau eru fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga og stuðningsaðila og ákvarðanir eru teknar á lýðræðislegan hátt. Á fyrstu árum Amnesty International voru markmið og starfssvið þrengri en þá var aðaláherslan á að fá samviskufanga leysta úr haldi, að öllum væru tryggð réttlát réttarhöld og að borin væri virðing fyrir mannlegri reisn fanga . Með auknum fjölda félaga og stofnun fleiri deilda um allan heim varð krafan um að Amnesty International beitti sér gegn fleiri mannréttindabrotum háværari og á næstu árum og áratugum tóku samtökin að vinna gegn dauðarefsingunni, pyndingum, þvinguðum mannshvörfum ásamt því að berjast fyrir réttindum kvenna, flóttafólks og hinsegin fólks. Amnesty International þrýsti á gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings með það að markmiði að koma í veg fyrir frjálst flæði vopna og torvelda að vopn lendi í höndum ólögmætra herja, hryðjuverkamanna og glæpasamtaka og að alþjóðlegur sakamáladómstóll yrði stofnaður til að draga aðila til ábyrgðar fyrir alvarlegustu mannréttindabrotin eins og þjóðarmorð og stríðsglæpi. Breytingar á stöðu mannréttinda í heiminum gerast ekki á einni nóttu, það krefst seiglu og þolinmæði að berjast fyrir bættum heimi. En hvernig er árangurinn af starfi Amnesty mældur? Árangurinn er mældur í því hvar jákvæðar breytingar hafa orðið á lífi fólks, hann er mældur í fjölda samviskufanga sem hafa verið leystir úr haldi, í fjölda hótana, pyndinga og dauðarefsinga sem hefur verið afstýrt og í fjölda laga sem hefur verið breytt svo þau verndi og virði mannréttindi allra. Hann er mældur í fjölda skólabarna sem læra um réttindi sín og fjölda einstaklinga í jaðarsettum hópum sem óttast ekki lengur að krefjast þess að fá að njóta réttinda sinna. Drifkraftur og hvatning til áframhaldandi starfs fæst þegar góðar fréttir berast ár hvert um að valdhafar hafi brugðist við þrýstingi félaga Amnesty International og réttlæti tryggt fyrir þolendur mannréttindabrota. Árið 2016 var Bandaríkjamaðurinn Albert Woodfox loksins látinn laus úr fangelsi eftir að hafa dvalið í einangrun í ríkisfangelsi í Louisiana í Bandaríkjunum í 43 ár og 10 mánuði. Woodfox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Engar áþreifanlegar sannanir tengja hann við glæpinn og sakfelling hans byggðist einkum á vitnisburði samfanga hans sem hlaut náðun fyrir vikið. Amnesty International hafði lengi barist fyrir lausn hans úr fangelsi. Í febrúar 2018 var Teodora del Carmen Vásquez leyst úr haldi eftir áralanga baráttu Amnesty-félaga. Teodora fæddi andvana barn árið 2007 í El Salvador. Þar er þungunarrof bannað undir öllum kringumstæðum og konur sem verða fyrir fósturmissi eiga jafnvel hættu á að verða ákærðar fyrir morð. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustað sínum. Teodora var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði þar sem ályktað var að hún væri sek um þungunarrof. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um slíkt óréttlæti þar í landi og halda Amnesty-félagar áfram að berjast fyrir því að þessi grimmu og miskunnarlausu lög verði afnumin. Þó að staðan á mannréttindum víða um heim sé bágborin og ljóst að starfi Amnesty International sé hvergi nærri lokið halda félagar og aðgerðasinnar áfram baráttunni allt þar til síðasta pyndingaklefanum verður lokað, dauðarefsingin heyrir sögunni til og mannréttindi allra eru virt. Stuðningur þinn skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan. Amnesty International fagnar afmæli sínu, sögu og sigrum með opnun útisýningar í Pósthússtræti í dag klukkan 17:00 ásamt því að veita viðurkenninguna Aðgerðasinni Amnesty International til að heiðra einstakling sem hefur barist fyrir mannréttindum með aðgerðum sínum af krafti og eljusemi. Upphaf Amnesty International má rekja til breska lögfræðingsins Peter Benenson sem fékk grein sína Gleymdu fangarnir (e. The Forgotten Prisoners) birta í dagblaðinu Observer þann 28. maí 1961. Í kjölfarið hóf hann alþjóðlega herferð sem bar heitið Ákall um sakaruppgjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961). Þar kallaði hann eftir því að fólk gripi til aðgerða fyrir einstaklinga sem væru í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Ákall hans snerti við fólki sem sameinaðist í baráttunni fyrir réttlæti og frelsi. Allar götur síðan hefur hreyfingin byggt starf sitt á þeirri hugmynd að saman geti almennir borgarar breytt heiminum til hins betra. Í dag er Amnesty International alþjóðahreyfing um 10 milljón einstaklinga sem berjast fyrir mannréttindum, réttlæti, jafnrétti og frelsi fyrir alla. Um heim allan, allt frá Bretlandi til Íslands, frá Ástralíu til Úganda hefur fólk komið saman til að krefjast þess að mannréttindi allra séu virt og vernduð. Mannréttindi eru bundin í alþjóðasamninga og sáttmála sem ríki hafa skuldbundið sig til að virða og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er vegvísir Amnesty International í baráttu samtakanna. Styrkur Amnesty International byggir meðal annars á því að samtökin eru óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Því geta samtökin óhikað sinnt starfi sínu í þágu mannréttinda og barist fyrir jákvæðum breytingum með því að beita þrýstingi á valdhafa án áhrifa frá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Þau eru fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga og stuðningsaðila og ákvarðanir eru teknar á lýðræðislegan hátt. Á fyrstu árum Amnesty International voru markmið og starfssvið þrengri en þá var aðaláherslan á að fá samviskufanga leysta úr haldi, að öllum væru tryggð réttlát réttarhöld og að borin væri virðing fyrir mannlegri reisn fanga . Með auknum fjölda félaga og stofnun fleiri deilda um allan heim varð krafan um að Amnesty International beitti sér gegn fleiri mannréttindabrotum háværari og á næstu árum og áratugum tóku samtökin að vinna gegn dauðarefsingunni, pyndingum, þvinguðum mannshvörfum ásamt því að berjast fyrir réttindum kvenna, flóttafólks og hinsegin fólks. Amnesty International þrýsti á gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings með það að markmiði að koma í veg fyrir frjálst flæði vopna og torvelda að vopn lendi í höndum ólögmætra herja, hryðjuverkamanna og glæpasamtaka og að alþjóðlegur sakamáladómstóll yrði stofnaður til að draga aðila til ábyrgðar fyrir alvarlegustu mannréttindabrotin eins og þjóðarmorð og stríðsglæpi. Breytingar á stöðu mannréttinda í heiminum gerast ekki á einni nóttu, það krefst seiglu og þolinmæði að berjast fyrir bættum heimi. En hvernig er árangurinn af starfi Amnesty mældur? Árangurinn er mældur í því hvar jákvæðar breytingar hafa orðið á lífi fólks, hann er mældur í fjölda samviskufanga sem hafa verið leystir úr haldi, í fjölda hótana, pyndinga og dauðarefsinga sem hefur verið afstýrt og í fjölda laga sem hefur verið breytt svo þau verndi og virði mannréttindi allra. Hann er mældur í fjölda skólabarna sem læra um réttindi sín og fjölda einstaklinga í jaðarsettum hópum sem óttast ekki lengur að krefjast þess að fá að njóta réttinda sinna. Drifkraftur og hvatning til áframhaldandi starfs fæst þegar góðar fréttir berast ár hvert um að valdhafar hafi brugðist við þrýstingi félaga Amnesty International og réttlæti tryggt fyrir þolendur mannréttindabrota. Árið 2016 var Bandaríkjamaðurinn Albert Woodfox loksins látinn laus úr fangelsi eftir að hafa dvalið í einangrun í ríkisfangelsi í Louisiana í Bandaríkjunum í 43 ár og 10 mánuði. Woodfox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Engar áþreifanlegar sannanir tengja hann við glæpinn og sakfelling hans byggðist einkum á vitnisburði samfanga hans sem hlaut náðun fyrir vikið. Amnesty International hafði lengi barist fyrir lausn hans úr fangelsi. Í febrúar 2018 var Teodora del Carmen Vásquez leyst úr haldi eftir áralanga baráttu Amnesty-félaga. Teodora fæddi andvana barn árið 2007 í El Salvador. Þar er þungunarrof bannað undir öllum kringumstæðum og konur sem verða fyrir fósturmissi eiga jafnvel hættu á að verða ákærðar fyrir morð. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustað sínum. Teodora var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði þar sem ályktað var að hún væri sek um þungunarrof. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um slíkt óréttlæti þar í landi og halda Amnesty-félagar áfram að berjast fyrir því að þessi grimmu og miskunnarlausu lög verði afnumin. Þó að staðan á mannréttindum víða um heim sé bágborin og ljóst að starfi Amnesty International sé hvergi nærri lokið halda félagar og aðgerðasinnar áfram baráttunni allt þar til síðasta pyndingaklefanum verður lokað, dauðarefsingin heyrir sögunni til og mannréttindi allra eru virt. Stuðningur þinn skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar