Curry og félagar spila upp á „sigur eða sumarfrí“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:30 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors verða að vinna í kvöld. AP/Gerald Herbert Umspil NBA deildarinnar í körfubolta lýkur í kvöld með hreinum úrslitaleik á milli Golden State Warriors og Memphis Grizzlies um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti