Hvernig byggjum við upp samfélagið með tættum foreldrum? Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 23. maí 2021 19:30 Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út árið 2019 að streita sé næsti heilbrigðisfaraldur (health epidemic) okkar tíma. Það var reyndar áður en að Covid 19 kom fram og setti heiminn á hliðina. Núna er okkur að takast að vinna bug á Covid 19 en eftir situr stressið sem hefur bara aukist síðasta árið á meðan við lifðum með heimsfaraldrinum. Streita hefur slæm áhrif á heilsu okkar og er vísindalega sannað að þegar að líkaminn er í langvarandi streituástandi þá fylgi margvíslegir heilsukvillar, líkamlegir sem andlegir og líkur á kvíða og þunglyndi aukast. Ég þekki vel stöðu stressaðra foreldra og fjölskyldna. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu samhliða því að ala upp börn og eru á sama tíma að skapa sér starfsvettvang og koma sér upp húnsæði. Þegar gera á alla þessi hluti vel verða foreldrar tættir sem síðan bitnar á börnunum. Tættir og stressaðir foreldrar ala upp tætt börn sem verða síðan tættir fullorðnir einstaklingar. Við verðum að finna jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Ramminn virkar ekki Ramminn verður að virka fyrir fjölskyldur en til þess þurfa allir að koma að borðinu. Foreldrar, vinnuveitendur, menntakerfið, hið opinbera og samfélagið allt eru þessi rammi. Við þurfum forvarnir í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Það sem fjölskyldur þurfa er öryggi sem snýr að því að börnin fái pláss í dagvistun, möguleikar á því á að stækka við sig húsnæði, foreldrar þurfa tíma til að sinna börnum sínum og rækta tengsl í rólegu umhverfi og stöðugleika. Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi þá verður erfiðara að sinna skyldunum, þeir fá síður nýjar hugmyndir, verðmætasköpun og afköst í vinnu og á heimilinu verða ekki eins mikil. Það er því lýðheilsu- og efnahagsmál að halda streitu niðri. Börnin sem alast í þessu umhverfi eru líklegri til að þróa með sér félagsleg og andleg vandamál og þá erum við komin í vítahring. Við þurfum breytingar í samfélaginu og stjórnvöld verða að hafa hag fjölskyldna að leiðarljósi í stefnumótun sinni og ekki reyna að flækja lífið að óþörfu. Börnin eru framtíðin og sköpum þeim rólegra umhverfi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út árið 2019 að streita sé næsti heilbrigðisfaraldur (health epidemic) okkar tíma. Það var reyndar áður en að Covid 19 kom fram og setti heiminn á hliðina. Núna er okkur að takast að vinna bug á Covid 19 en eftir situr stressið sem hefur bara aukist síðasta árið á meðan við lifðum með heimsfaraldrinum. Streita hefur slæm áhrif á heilsu okkar og er vísindalega sannað að þegar að líkaminn er í langvarandi streituástandi þá fylgi margvíslegir heilsukvillar, líkamlegir sem andlegir og líkur á kvíða og þunglyndi aukast. Ég þekki vel stöðu stressaðra foreldra og fjölskyldna. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu samhliða því að ala upp börn og eru á sama tíma að skapa sér starfsvettvang og koma sér upp húnsæði. Þegar gera á alla þessi hluti vel verða foreldrar tættir sem síðan bitnar á börnunum. Tættir og stressaðir foreldrar ala upp tætt börn sem verða síðan tættir fullorðnir einstaklingar. Við verðum að finna jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Ramminn virkar ekki Ramminn verður að virka fyrir fjölskyldur en til þess þurfa allir að koma að borðinu. Foreldrar, vinnuveitendur, menntakerfið, hið opinbera og samfélagið allt eru þessi rammi. Við þurfum forvarnir í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Það sem fjölskyldur þurfa er öryggi sem snýr að því að börnin fái pláss í dagvistun, möguleikar á því á að stækka við sig húsnæði, foreldrar þurfa tíma til að sinna börnum sínum og rækta tengsl í rólegu umhverfi og stöðugleika. Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi þá verður erfiðara að sinna skyldunum, þeir fá síður nýjar hugmyndir, verðmætasköpun og afköst í vinnu og á heimilinu verða ekki eins mikil. Það er því lýðheilsu- og efnahagsmál að halda streitu niðri. Börnin sem alast í þessu umhverfi eru líklegri til að þróa með sér félagsleg og andleg vandamál og þá erum við komin í vítahring. Við þurfum breytingar í samfélaginu og stjórnvöld verða að hafa hag fjölskyldna að leiðarljósi í stefnumótun sinni og ekki reyna að flækja lífið að óþörfu. Börnin eru framtíðin og sköpum þeim rólegra umhverfi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar