Hvernig byggjum við upp samfélagið með tættum foreldrum? Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 23. maí 2021 19:30 Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út árið 2019 að streita sé næsti heilbrigðisfaraldur (health epidemic) okkar tíma. Það var reyndar áður en að Covid 19 kom fram og setti heiminn á hliðina. Núna er okkur að takast að vinna bug á Covid 19 en eftir situr stressið sem hefur bara aukist síðasta árið á meðan við lifðum með heimsfaraldrinum. Streita hefur slæm áhrif á heilsu okkar og er vísindalega sannað að þegar að líkaminn er í langvarandi streituástandi þá fylgi margvíslegir heilsukvillar, líkamlegir sem andlegir og líkur á kvíða og þunglyndi aukast. Ég þekki vel stöðu stressaðra foreldra og fjölskyldna. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu samhliða því að ala upp börn og eru á sama tíma að skapa sér starfsvettvang og koma sér upp húnsæði. Þegar gera á alla þessi hluti vel verða foreldrar tættir sem síðan bitnar á börnunum. Tættir og stressaðir foreldrar ala upp tætt börn sem verða síðan tættir fullorðnir einstaklingar. Við verðum að finna jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Ramminn virkar ekki Ramminn verður að virka fyrir fjölskyldur en til þess þurfa allir að koma að borðinu. Foreldrar, vinnuveitendur, menntakerfið, hið opinbera og samfélagið allt eru þessi rammi. Við þurfum forvarnir í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Það sem fjölskyldur þurfa er öryggi sem snýr að því að börnin fái pláss í dagvistun, möguleikar á því á að stækka við sig húsnæði, foreldrar þurfa tíma til að sinna börnum sínum og rækta tengsl í rólegu umhverfi og stöðugleika. Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi þá verður erfiðara að sinna skyldunum, þeir fá síður nýjar hugmyndir, verðmætasköpun og afköst í vinnu og á heimilinu verða ekki eins mikil. Það er því lýðheilsu- og efnahagsmál að halda streitu niðri. Börnin sem alast í þessu umhverfi eru líklegri til að þróa með sér félagsleg og andleg vandamál og þá erum við komin í vítahring. Við þurfum breytingar í samfélaginu og stjórnvöld verða að hafa hag fjölskyldna að leiðarljósi í stefnumótun sinni og ekki reyna að flækja lífið að óþörfu. Börnin eru framtíðin og sköpum þeim rólegra umhverfi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út árið 2019 að streita sé næsti heilbrigðisfaraldur (health epidemic) okkar tíma. Það var reyndar áður en að Covid 19 kom fram og setti heiminn á hliðina. Núna er okkur að takast að vinna bug á Covid 19 en eftir situr stressið sem hefur bara aukist síðasta árið á meðan við lifðum með heimsfaraldrinum. Streita hefur slæm áhrif á heilsu okkar og er vísindalega sannað að þegar að líkaminn er í langvarandi streituástandi þá fylgi margvíslegir heilsukvillar, líkamlegir sem andlegir og líkur á kvíða og þunglyndi aukast. Ég þekki vel stöðu stressaðra foreldra og fjölskyldna. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu samhliða því að ala upp börn og eru á sama tíma að skapa sér starfsvettvang og koma sér upp húnsæði. Þegar gera á alla þessi hluti vel verða foreldrar tættir sem síðan bitnar á börnunum. Tættir og stressaðir foreldrar ala upp tætt börn sem verða síðan tættir fullorðnir einstaklingar. Við verðum að finna jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Ramminn virkar ekki Ramminn verður að virka fyrir fjölskyldur en til þess þurfa allir að koma að borðinu. Foreldrar, vinnuveitendur, menntakerfið, hið opinbera og samfélagið allt eru þessi rammi. Við þurfum forvarnir í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Það sem fjölskyldur þurfa er öryggi sem snýr að því að börnin fái pláss í dagvistun, möguleikar á því á að stækka við sig húsnæði, foreldrar þurfa tíma til að sinna börnum sínum og rækta tengsl í rólegu umhverfi og stöðugleika. Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi þá verður erfiðara að sinna skyldunum, þeir fá síður nýjar hugmyndir, verðmætasköpun og afköst í vinnu og á heimilinu verða ekki eins mikil. Það er því lýðheilsu- og efnahagsmál að halda streitu niðri. Börnin sem alast í þessu umhverfi eru líklegri til að þróa með sér félagsleg og andleg vandamál og þá erum við komin í vítahring. Við þurfum breytingar í samfélaginu og stjórnvöld verða að hafa hag fjölskyldna að leiðarljósi í stefnumótun sinni og ekki reyna að flækja lífið að óþörfu. Börnin eru framtíðin og sköpum þeim rólegra umhverfi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar