Milwaukee Bucks fyrsta liðið til að komast í 2-0 en Denver jafnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í sigri Milwaukee Bucks í nótt. AP/Jeffrey Phelps Milwaukee Bucks og Denver Nuggets fögnuðu sigri í leikjum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 132-98 sigur á Miami Heat og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. 31 PTS, 13 REB for @Giannis_An34 to put the @Bucks up 2-0! #NBAPlayoffsGame 3 - Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/HagN3jvOR2— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bucks vann fyrsta leikinn í framlengingu en tók öll völd í byrjun leiks í nótt og vann fyrsta leikhlutann 46-20 þar sem liðið skoraði tíu þrista. Eftir það var þessi leikur ekki spennandi. Jrue Holiday var einni stoðsendingu frá því að jafna félagsmet Bucks en hann gaf 15 slíkar auk þess að skora 11 stig og taka 7 fráköst. 15 DIMES for @Jrue_Holiday11 #NBAPlayoffs career-highBucks seek 3-0 lead Thursday on TNT pic.twitter.com/62oQXyps7V— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bryn Forbes var óvænt hetja Milwaukee liðsins en hann setti niður sex þrista og skoraði alls 22 stig. Forbes er á fyrsta ári með Milwaukee en lék áður með San Antonio Spurs. Dewayne Dedmon var stigahæstur hjá Miami með 19 stig en Bam Adebayo var atkvæðamestur byrjunarliðsmanna liðsins með 16 stig. Jimmy Butler skoraði bara 10 stig. Miami sló óvænt út Milwaukee Bucks í úrslitakeppninni í fyrra en leikmenn Bucks ætla greinilega ekki að láta það endurtaka sig. 25 points, 10-12 SHOOTING for Joker.32 points, 8 THREES for Dame.Ready for the 2nd half on TNT? pic.twitter.com/gvEOwrkLgL— NBA (@NBA) May 25, 2021 Denver Nuggets jafnaði einvígið á móti Portland Trail Blazers með 128-109 sigri. Portland vann fyrsta leikinn á heimavelli Denver en næstu tveir leikir verða síðan á heimavelli Portland. Það dugði ekki gestunum að aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, skoraði níu þriggja stiga körfur og var með 42 stig og 10 stoðsendingar. Lillard var kominn með 32 stig í hálfleik en hann hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum. CJ McCollum var með 21 stig. Nikola Jokic var frábær hjá Denver með 38 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. Jokic hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum og öllum sex vítunum. Michael Porter Jr. skoraði 18 stig fyrir Denver. Nikola Jokic's 38 PTS on 15-20 shooting pull the @nuggets even with Portland! Game 3 is Thursday at 10:30pm/et on NBA TV.Michael Porter Jr.: 18 PTSPaul Millsap: 15 PTSMonte Morris: 12 PTS, 7 ASTDamian Lillard: 42 PTS, 10 AST, 9 3PM pic.twitter.com/YReCXifPYF— NBA (@NBA) May 25, 2021 NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 132-98 sigur á Miami Heat og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. 31 PTS, 13 REB for @Giannis_An34 to put the @Bucks up 2-0! #NBAPlayoffsGame 3 - Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/HagN3jvOR2— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bucks vann fyrsta leikinn í framlengingu en tók öll völd í byrjun leiks í nótt og vann fyrsta leikhlutann 46-20 þar sem liðið skoraði tíu þrista. Eftir það var þessi leikur ekki spennandi. Jrue Holiday var einni stoðsendingu frá því að jafna félagsmet Bucks en hann gaf 15 slíkar auk þess að skora 11 stig og taka 7 fráköst. 15 DIMES for @Jrue_Holiday11 #NBAPlayoffs career-highBucks seek 3-0 lead Thursday on TNT pic.twitter.com/62oQXyps7V— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bryn Forbes var óvænt hetja Milwaukee liðsins en hann setti niður sex þrista og skoraði alls 22 stig. Forbes er á fyrsta ári með Milwaukee en lék áður með San Antonio Spurs. Dewayne Dedmon var stigahæstur hjá Miami með 19 stig en Bam Adebayo var atkvæðamestur byrjunarliðsmanna liðsins með 16 stig. Jimmy Butler skoraði bara 10 stig. Miami sló óvænt út Milwaukee Bucks í úrslitakeppninni í fyrra en leikmenn Bucks ætla greinilega ekki að láta það endurtaka sig. 25 points, 10-12 SHOOTING for Joker.32 points, 8 THREES for Dame.Ready for the 2nd half on TNT? pic.twitter.com/gvEOwrkLgL— NBA (@NBA) May 25, 2021 Denver Nuggets jafnaði einvígið á móti Portland Trail Blazers með 128-109 sigri. Portland vann fyrsta leikinn á heimavelli Denver en næstu tveir leikir verða síðan á heimavelli Portland. Það dugði ekki gestunum að aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, skoraði níu þriggja stiga körfur og var með 42 stig og 10 stoðsendingar. Lillard var kominn með 32 stig í hálfleik en hann hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum. CJ McCollum var með 21 stig. Nikola Jokic var frábær hjá Denver með 38 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. Jokic hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum og öllum sex vítunum. Michael Porter Jr. skoraði 18 stig fyrir Denver. Nikola Jokic's 38 PTS on 15-20 shooting pull the @nuggets even with Portland! Game 3 is Thursday at 10:30pm/et on NBA TV.Michael Porter Jr.: 18 PTSPaul Millsap: 15 PTSMonte Morris: 12 PTS, 7 ASTDamian Lillard: 42 PTS, 10 AST, 9 3PM pic.twitter.com/YReCXifPYF— NBA (@NBA) May 25, 2021
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira