Við hvað geta allir unnið? eða Hvar nýtist allt nám? Anna Sif Jónsdóttir skrifar 25. maí 2021 11:30 Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun