Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2021 11:55 Boeing 737 Max þotur Icelandair eru orðnar níu talsins með vélunum sem bætast við í þessari viku. Vilhelm Gunnarsson Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. „Þessar þrjár bætast við þær sex sem við höfum þegar tekið við frá Boeing,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Eftir þessar afhendingar samanstendur 737 Max-floti Icelandair af níu vélum. Sex eru af gerðinni Max 8, með 160 sætum, en þrjár af gerðinni Max 9, með 178 sætum. Framundan er frekari vinna við nýju vélarnar í flugskýlum Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þær fara í farþegaflug en félagið sér sjálft um að innrétta þær, þar á meðal að setja í þær flugsæti og skemmtikerfi. Þoturnar sem komu í nótt voru annars vegar TF-ICP, sem er Max 8, og hefur hún hlotið nafnið Landmannalaugar. Hin vélin er TF-ICC, sem er Max 9, og hefur hún fengið nafnið Kirkjufell. Þriðja vélin, TF-ICB, sem er Max 9, verður afhent Icelandair í Seattle í dag og er væntanleg til landsins í vikunni. Hún hefur fengið nafnið Langjökull. Icelandair samdi upphaflega um kaup á sextán Max-vélum árið 2013, en fækkaði þeim niður í tólf með endursamningum við Boeing í fyrra vegna kyrrsetningar vélanna. Gert er ráð fyrir að þrjár þotur verði afhentar á næsta ári en þær fyrstu voru teknar í notkun vorið 2018. Hér má sjá þegar Icelandair hóf að ferja Max-þoturnar aftur til Íslands frá Spáni í febrúar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu: Fréttir af flugi Boeing Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
„Þessar þrjár bætast við þær sex sem við höfum þegar tekið við frá Boeing,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Eftir þessar afhendingar samanstendur 737 Max-floti Icelandair af níu vélum. Sex eru af gerðinni Max 8, með 160 sætum, en þrjár af gerðinni Max 9, með 178 sætum. Framundan er frekari vinna við nýju vélarnar í flugskýlum Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þær fara í farþegaflug en félagið sér sjálft um að innrétta þær, þar á meðal að setja í þær flugsæti og skemmtikerfi. Þoturnar sem komu í nótt voru annars vegar TF-ICP, sem er Max 8, og hefur hún hlotið nafnið Landmannalaugar. Hin vélin er TF-ICC, sem er Max 9, og hefur hún fengið nafnið Kirkjufell. Þriðja vélin, TF-ICB, sem er Max 9, verður afhent Icelandair í Seattle í dag og er væntanleg til landsins í vikunni. Hún hefur fengið nafnið Langjökull. Icelandair samdi upphaflega um kaup á sextán Max-vélum árið 2013, en fækkaði þeim niður í tólf með endursamningum við Boeing í fyrra vegna kyrrsetningar vélanna. Gert er ráð fyrir að þrjár þotur verði afhentar á næsta ári en þær fyrstu voru teknar í notkun vorið 2018. Hér má sjá þegar Icelandair hóf að ferja Max-þoturnar aftur til Íslands frá Spáni í febrúar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu:
Fréttir af flugi Boeing Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44
Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30