Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2021 21:37 Sævar Atli Magnússon og félagar í Leikni hafa fengið sjö stig í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í Pepsi Max-deildinni. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Matthías Vilhjálmsson skoraði mark FH-inga sem náðu sér engan veginn á strik í kvöld og töpuðu sanngjarnt fyrir öflugu Leiknisliði sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Leiknismenn hafa unnið tvo heimaleiki í röð og eru með átta stig í 7. sæti deildarinnar. FH-ingar hafa aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og eru í 4. sætinu með tíu stig, sex stigum á eftir toppliði Vals. FH byrjaði leikinn af ágætis krafti og á 21. mínútu náði liðið forystunni. Steven Lennon lék á Arnór Inga Kristinsson sem var nýkominn inn á sem varamaður, og sendi fyrir á Matthías sem renndi sér á boltann og kom honum yfir línuna. Nánast í næstu sókn jafnaði Leiknir. Emil Berger átti frábæra sendingu inn fyrir vörn FH á Sævar Atli sem tók boltann á lofti og kom honum framhjá Gunnari Nielsen í marki gestanna. Leiknismenn reyndu ítrekað að senda boltann inn fyrir vörn FH á Sævar Atla sem hélt sig nálægt Pétri Viðarssyni frekar en Guðmundi Kristjánssyni og það gaf góða raun. Á 44. mínútu stakk Árni Elvar Árnason boltanum inn fyrir á Sævar Atla en Gunnar varði vel frá honum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Sævar Atli boltanum í netið eftir enn eina stungusendinguna en var dæmdur rangstæður. Staðan í hálfleik var jöfn, 1-1. Á 56. mínútu var Matthías nálægt því að skora sitt annað mark en skaut rétt framhjá marki Leiknis. Mínútu síðar slapp Árni Elvar í gegn en Baldur Logi Guðlaugsson braut á honum. Sævar Atli fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi, sitt fimmta mark í sumar. Pétur kom boltanum í netið á 64. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma til að jafna voru FH-ingar aldrei líklegir til þess. Gestirnir sóttu vissulega mikið en heimamenn voru aldrei í nauðvörn og lentu ekki í teljandi vandræðum. FH gerði breytingar, bæði á liðsskipan og leikaðferð, en allt kom fyrir ekki. Leiknisvörnin var afar traust og Guy Smit hafði merkilega lítið að gera í markinu. Breiðhyltingar fögnuðu svo vel og innilega þegar Pétur Guðmundsson flautaði til leiksloka enda einn merkasti sigur í sögu félagsins staðreynd. Og hann var sanngjarn. Af hverju vann Leiknir? Leiknismenn útfærðu sinn leik mun betur en FH-ingar. Þeir spiluðu sterkan varnarleik og sóknarleikurinn var markviss. Þá lögðu Breiðhyltingar líf og sál í leikinn og sýndu meiri baráttu og dugnað en gestirnir úr Hafnarfirði. Hverjir stóðu upp úr? Sævar Atli var síógnandi og skoraði bæði mörk Leiknis. Hann hefur byrjað tímabilið frábærlega og er markahæstur í Pepsi Max-deildinni með fimm mörk ásamt KA-manninum Hallgrími Mar Steingrímssyni. Bjarki Aðalsteinsson og Brynjar Hlöðversson áttu frábæran leik í miðri vörn Leiknis og Árni Elvar og Berger léku stórvel á miðjunni. Árni Elvar fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr og Berger lagði fyrra mark Leiknismanna upp. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var hægur og ómarkviss og liðinu gekk illa að opna vörn Leiknis. Þá var vörn FH-inga afar veik fyrir stungusendingum Leiknismanna. Björn Daníel Sverrisson átti afleitan leik á miðju FH og var tekinn af velli eftir tæpan klukkutíma. Jónatan Ingi gerði lítið annað en að missa boltann á hægri kantinum og Ágúst Eðvald Hlynsson og Þórir Jóhann Helgason, sem hafa byrjað tímabilið svo vel, náðu sér heldur ekki á strik í kvöld. Hvað gerist næst? Í næstu umferð á FH að sækja hina nýliðana, Keflavík, heim á meðan Leiknir á að fara í Kórinn og mæta HK. Óvíst er hins vegar hvenær þessir leikir fara fram vegna vináttulandsleikja Íslands. Sævar Atli: Ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er Sævar Atli Magnússon er búinn að skora í öllum þremur heimaleikjum Leiknis í sumar.vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. „Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Davíð Þór: Þarft að mæta til leiks og sýna dugnað og elju og hafa fyrir hlutunum FH-ingar eru sex stigum á eftir toppliði Valsmanna.vísir/hulda margrét Davíð Þór Viðarssyni, aðstoðarþjálfara FH, var ekki skemmt eftir tapið fyrir Leikni í kvöld. „Eftir níutíu mínútur áttum við ekki skilið að fá stig úr þessum leik,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við byrjuðum vel og herjuðum á þá, komumst upp kantana, fengum álitlegar sóknir og komumst yfir en fengum strax mark á okkur í bakið. Svo var seinni hálfleikurinn slakur af okkar hálfu.“ FH-ingar voru meira með boltann í leiknum en ógnuðu marki Leiknismanna ekki mikið, sérstaklega ekki í seinni hálfleik. „Það var alltof mikið af misheppnuðum sendingum og við unnum ekki seinni boltann. Það eru kannski helst þessir tveir hlutir,“ sagði Davíð. Skömmu eftir að Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir skoraði Pétur Viðarsson en markið var dæmt af. En hvaða skýringar fengu FH-ingar á því? „Rangstaða, að einhver hefði byrgt markverðinum þeirra sýn. Ég veit ekki meira. Ég sá þetta ekki almennilega,“ svaraði Davíð. FH hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og þarf að koma sér aftur á beinu brautina. „Það sem er mikilvægast fyrir okkur að laga er að þegar þú ferð í fótboltaleik og ert að mæta liði þar sem þú ert fyrir fram talinn sterkari aðilinn þarftu að mæta til leiks og sýna dugnað og elju og hafa fyrir hlutunum. Við koðnuðum bara niður í seinni hálfleik í dag og þurfum að reyna að snúa því við,“ sagði Davíð að lokum. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík FH
Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Matthías Vilhjálmsson skoraði mark FH-inga sem náðu sér engan veginn á strik í kvöld og töpuðu sanngjarnt fyrir öflugu Leiknisliði sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Leiknismenn hafa unnið tvo heimaleiki í röð og eru með átta stig í 7. sæti deildarinnar. FH-ingar hafa aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og eru í 4. sætinu með tíu stig, sex stigum á eftir toppliði Vals. FH byrjaði leikinn af ágætis krafti og á 21. mínútu náði liðið forystunni. Steven Lennon lék á Arnór Inga Kristinsson sem var nýkominn inn á sem varamaður, og sendi fyrir á Matthías sem renndi sér á boltann og kom honum yfir línuna. Nánast í næstu sókn jafnaði Leiknir. Emil Berger átti frábæra sendingu inn fyrir vörn FH á Sævar Atli sem tók boltann á lofti og kom honum framhjá Gunnari Nielsen í marki gestanna. Leiknismenn reyndu ítrekað að senda boltann inn fyrir vörn FH á Sævar Atla sem hélt sig nálægt Pétri Viðarssyni frekar en Guðmundi Kristjánssyni og það gaf góða raun. Á 44. mínútu stakk Árni Elvar Árnason boltanum inn fyrir á Sævar Atla en Gunnar varði vel frá honum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Sævar Atli boltanum í netið eftir enn eina stungusendinguna en var dæmdur rangstæður. Staðan í hálfleik var jöfn, 1-1. Á 56. mínútu var Matthías nálægt því að skora sitt annað mark en skaut rétt framhjá marki Leiknis. Mínútu síðar slapp Árni Elvar í gegn en Baldur Logi Guðlaugsson braut á honum. Sævar Atli fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi, sitt fimmta mark í sumar. Pétur kom boltanum í netið á 64. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma til að jafna voru FH-ingar aldrei líklegir til þess. Gestirnir sóttu vissulega mikið en heimamenn voru aldrei í nauðvörn og lentu ekki í teljandi vandræðum. FH gerði breytingar, bæði á liðsskipan og leikaðferð, en allt kom fyrir ekki. Leiknisvörnin var afar traust og Guy Smit hafði merkilega lítið að gera í markinu. Breiðhyltingar fögnuðu svo vel og innilega þegar Pétur Guðmundsson flautaði til leiksloka enda einn merkasti sigur í sögu félagsins staðreynd. Og hann var sanngjarn. Af hverju vann Leiknir? Leiknismenn útfærðu sinn leik mun betur en FH-ingar. Þeir spiluðu sterkan varnarleik og sóknarleikurinn var markviss. Þá lögðu Breiðhyltingar líf og sál í leikinn og sýndu meiri baráttu og dugnað en gestirnir úr Hafnarfirði. Hverjir stóðu upp úr? Sævar Atli var síógnandi og skoraði bæði mörk Leiknis. Hann hefur byrjað tímabilið frábærlega og er markahæstur í Pepsi Max-deildinni með fimm mörk ásamt KA-manninum Hallgrími Mar Steingrímssyni. Bjarki Aðalsteinsson og Brynjar Hlöðversson áttu frábæran leik í miðri vörn Leiknis og Árni Elvar og Berger léku stórvel á miðjunni. Árni Elvar fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr og Berger lagði fyrra mark Leiknismanna upp. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var hægur og ómarkviss og liðinu gekk illa að opna vörn Leiknis. Þá var vörn FH-inga afar veik fyrir stungusendingum Leiknismanna. Björn Daníel Sverrisson átti afleitan leik á miðju FH og var tekinn af velli eftir tæpan klukkutíma. Jónatan Ingi gerði lítið annað en að missa boltann á hægri kantinum og Ágúst Eðvald Hlynsson og Þórir Jóhann Helgason, sem hafa byrjað tímabilið svo vel, náðu sér heldur ekki á strik í kvöld. Hvað gerist næst? Í næstu umferð á FH að sækja hina nýliðana, Keflavík, heim á meðan Leiknir á að fara í Kórinn og mæta HK. Óvíst er hins vegar hvenær þessir leikir fara fram vegna vináttulandsleikja Íslands. Sævar Atli: Ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er Sævar Atli Magnússon er búinn að skora í öllum þremur heimaleikjum Leiknis í sumar.vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. „Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Davíð Þór: Þarft að mæta til leiks og sýna dugnað og elju og hafa fyrir hlutunum FH-ingar eru sex stigum á eftir toppliði Valsmanna.vísir/hulda margrét Davíð Þór Viðarssyni, aðstoðarþjálfara FH, var ekki skemmt eftir tapið fyrir Leikni í kvöld. „Eftir níutíu mínútur áttum við ekki skilið að fá stig úr þessum leik,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við byrjuðum vel og herjuðum á þá, komumst upp kantana, fengum álitlegar sóknir og komumst yfir en fengum strax mark á okkur í bakið. Svo var seinni hálfleikurinn slakur af okkar hálfu.“ FH-ingar voru meira með boltann í leiknum en ógnuðu marki Leiknismanna ekki mikið, sérstaklega ekki í seinni hálfleik. „Það var alltof mikið af misheppnuðum sendingum og við unnum ekki seinni boltann. Það eru kannski helst þessir tveir hlutir,“ sagði Davíð. Skömmu eftir að Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir skoraði Pétur Viðarsson en markið var dæmt af. En hvaða skýringar fengu FH-ingar á því? „Rangstaða, að einhver hefði byrgt markverðinum þeirra sýn. Ég veit ekki meira. Ég sá þetta ekki almennilega,“ svaraði Davíð. FH hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og þarf að koma sér aftur á beinu brautina. „Það sem er mikilvægast fyrir okkur að laga er að þegar þú ferð í fótboltaleik og ert að mæta liði þar sem þú ert fyrir fram talinn sterkari aðilinn þarftu að mæta til leiks og sýna dugnað og elju og hafa fyrir hlutunum. Við koðnuðum bara niður í seinni hálfleik í dag og þurfum að reyna að snúa því við,“ sagði Davíð að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti