Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 25. maí 2021 23:00 Grindavík tryggði sér oddaleik í kvöld. Reynsuboltinn Þorleifur Ólafsson skilaði mikilvægu framlagi fyrir Grindvíkinga. Vísir/Bára Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. Það voru gestirnir frá Stjörnunni sem byrjuðu leikinn betur og náðu níu stiga forskoti strax í upphafi. Heimamenn voru hins vegar fljótir að ná vopnum sínum á ný og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-22 og baráttan mikil. Það var svo jafnt á nær öllum tölum í öðrum leikhluta og fór munurinn á milli liðanna aldrei yfir þrjú stig. Staðan í hálfleik 46-44 heimamönnum í vil. Í þriðja leikhluta var svipað upp á teningunum. Heimamenn náðu hins vegar áhlaupi undir lok leikhlutans, fengu gott framlag af bekknum frá reynsluboltanum Þorleifi Ólafssyni og Grindavík leiddi 72-65 fyrir síðasta fjórðunginn. Á þessum tímapunkti var mikil hasar bæði utan og innan vallar. Í stúkunni varð ósætti á milli stuðningsmanna liðanna og sáust hnefar á lofti. Inni á vellinum var líka mikið að gerast og áðurnefndur Þorleifur fékk sína aðra óíþróttamannslegu villu í leiknum í upphafi fjórða leikhluta og kom því ekki meira við sögu. Þetta virtist efla heimamenn. Þeir komust í 84-70 en þrír þristar frá Stjörnumönnum á innan við mínútu kom muninum niður í fimm stig. Eftir það var spennan síðan í algleymingi. Kristinn Pálsson kom Grindavík í 92-86 með tveimur skotum af vítalínunni þegar rúmar 40 sekúndur voru eftir en Ægir Þór Steinarsson svaraði með þristi strax í kjölfarið. Ólafur Ólafsson setti því næst eitt víti niður en Alexander Lindqvist skoraði þriggja stiga körfu þegar 19 sekúndur voru eftir. Stjörnumenn stálu síðan boltanum af Grindavík þegar þeim reyndu að koma boltanum í leik eftir körfuna og voru í kjörstöðu að tryggja sér sigurinn. Þá var hins vegar komið að Stjörnumönnum að vera klaufar. Þeir misstu boltann eftir sitt innkast og neyddust til að senda Kristin aftur á vítalínuna sem skoraði úr báðum skotunum þegar 12 sekúndur voru eftir. Tilraunir Stjörnunnar til að jafna í lokasókninni dugðu ekki til og heimamenn fögnuðu sætum sigri. Lokatölur 95-92. Af hverju vann Grindavík? Það var ekki mikið á milli liðanna í kvöld. Sóknarleikur Grindavíkur gekk töluvert betur en í þriðja leik liðanna og, eins og oftast í sigurleikjum Grindavíkur, þá voru margir að leggja í púkkið. Stjörnumenn fóru stundum frekar illa að ráði sínu í sókninni og settu ekki opin skot, hvort sem það var fyrir utan eða innan teig. Grindvíkingar höfðu þetta í kvöld og unnu vel fyrir sigrinum með mikilli baráttu. Þessir stóðu upp úr: Ægir Þór Steinarsson. Ég veit ekki alveg hvað er hægt að segja meira um hann en nú þegar hefur verið sagt en hann var stórkostlegur í kvöld. Hann hitti mjög vel fyrir utan en hefur gert betur úr skotum sínum inni í teig. Hann endaði með 34 stig, gaf 13 stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Gunnar Ólafsson var líka flottur hjá Stjörnunni og þá skilaði AJ Brodeur góðu framlagi. Hjá Grindavík voru sjö leikmenn sem voru með 12 eða fleiri framlagspunkta. Kazembe Abif skoraði 19 stig líkt og Joonas Jarveleinen og þeir Kristinn Pálsson, Dagur Kár Jónsson og Ólafur Ólafsson skiluðu mikilvægu framlagi þó svo að þeir hafi allir hitt betur en þeir gerðu í kvöld. Þá verður að minnast á framlag Þorleifs Ólafssonar af bekknum. Þrír þristar, 11 stig og mikil orka og barátta sem hann smitaði yfir til sinna liðsfélaga. Hvað gekk illa? Þó svo að Ægir hafi skorað þessi 34 stig þá held ég að Grindvíkingum líði ágætlega ef hann klárar flestar sóknir Garðbæinga. Hann tók 28 skot í kvöld, langflest allra á vellinum og það mæddi mikið á honum. Gunnar Ólafsson og AJ Brodeur komu með fínt framlag í sókn en Stjörnumenn þurfa meira en það. Hlynur Bæringsson tók aðeins eitt skot í kvöld fyrir utan tvö vítaskot sem hann setti niður. Stjörnumenn þurfa að koma honum betur inn í sóknarleikinn. Grindvíkingar léku fínan sóknarleik lengst af en fóru stundum í það að reyna of erfiða hluti. Hvorugt liðið hitti eitthvað sérstaklega í kvöld og spurning hverjir setja stóru skotin í oddaleiknum á föstudag. Hvað gerist næst? Framundan er oddaleikur um sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar. Sá leikur er á föstudag klukkan 19:15 á heimavelli Stjörnumanna. Það er leikur sem enginn körfuknattleiksunnandi má láta framhjá sér fara. Daníel: Þurfum að hætta að vera litlir þegar við förum inn í Ásgarð Daníel Guðni var ánægður í leikslok.Vísir / Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson var hæstánægður með sigur hans manna í Grindavík gegn Stjörnunni í kvöld. „Það var ákefð og barátta hjá strákunum og þeir framkvæmdu hlutina mjög vel á tímabili. Stjarnan tók leikhlé í fjórða leikhlutanum og eftir það byrjuðu þeir að pressa á okkur og við spiluðum frekar illa út úr því. Við vorum að gera hlutina full einhæft, í stað þess að sækja á körfuna fórum við að taka erfið skot.“ „Þá náðu þeir takti enda með góða skotmenn. Þeir settu sautján þrista í leiknum þannig að það var krefjandi að halda þeim undir 80 stigum eins og planið var. Sigur er sigur og við erum á leið í leik fimm.“ Ægir Þór Steinarsson hefur verið Grindvíkingum erfiður í einvíginu, sérstaklega í báðum sigurleikjum Grindvíkinga. „Við ætluðum að reyna að fara undir hindranir hjá honum en hann var að snúa af hindrunum og sækja aftur. Síðan var hann með sjálfstraust í skotunum og var að hitta vel. Við þurfum að velja eitthvað sem þarf að gefa eftir en hann svaraði kallinu og hitti þristum á okkur.“ „Að sama skapi voru nokkrir hjá þeim sem voru ekki í takt lengi vel. Þetta er leikur á milli tveggja góðra liða og skák hjá okkur þjálfurunum varðandi hvernig við ætlum að bregðast við hjá hvor öðrum. Þetta er bara eins gaman og það verður.“ Daníel býst við sama hasar og látum í oddaleiknum á föstudag. „Alveg pottþétt. Við erum ekki tilbúnir að fara í golf eða einhvern veiðitúr, við ætlum að taka leik fimm og fara í undanúrslit.“ „Við þurfum bara að mæta til leiks og hætta að vera litlir þegar við förum inn í Ásgarð. Liðin hafa unnið heimaleikina í vetur og við þurfum að vera fyrstir til að stela og það gerist í næsta leik.“ Arnar: Ég var kannski aðeins of æstur við ritaraborðið Arnar Guðjónsson sagði að hans menn þyrftu að sýna betri varnarleik í oddaleiknum á föstudag.Vísir / Vilhelm Arnar Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni í kvöld eins og vanalega. Hann var þó orðinn rólegur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Þeir opnuðu okkur mjög vel. Þeir voru góðir sóknarlega í dag og við réðum ekki við þá. Við þurfum að finna leiðir varnarlega. Við létum fara illa með okkur og þeir skora of mikið.“ Hlynur Bæringsson fékk höfuðhögg í leiknum í dag og lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhlutanum. Arnar vildi lítið ræða það mál. „Það eru einhverjir sófasérfræðingar sem redda þessu núna, það hlýtur að vera,“ sagði Arnar og vísaði þá í umræðuna í kringum leikbann Hlyns eftir fyrsta leik liðanna í einvíginu. Arnar var harður á því að það væri varnarleikurinn sem hans menn þyrftu að skoða fyrir næsta leik. „92 stig eiga að vera nóg til að vinna. Gunnar Ólafsson var góður sóknarlega en við þurfum að gíra okkur í gang varnarlega.“ Í fjórða leikhlutanum varð umdeilt atvik þar sem Arnar bað um leikhlé en hætti svo við. Eftirlitsdómarinn vildi meina að hann hefði hætt við og seint, leikhléið stóð og það var síðasta leikhlé Stjörnumanna. „Ég var kannski of æstur við ritaraborðið, maður er búinn að þjálfa 30 leiki í vetur þar sem er enginn í húsinu og maður getur sagt eitthvað og það taka allir eftir því. Nú eru læti og stemmning og það er eins og það er.“ „Þetta var örugglega bara einhver misskilningur og líklega bara mér að kenna því ég náði ekki augnsambandi við ritaraborðið og í þessum látum þá bara er þetta svona,“ sagði Arnar að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45 Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29
Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. Það voru gestirnir frá Stjörnunni sem byrjuðu leikinn betur og náðu níu stiga forskoti strax í upphafi. Heimamenn voru hins vegar fljótir að ná vopnum sínum á ný og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-22 og baráttan mikil. Það var svo jafnt á nær öllum tölum í öðrum leikhluta og fór munurinn á milli liðanna aldrei yfir þrjú stig. Staðan í hálfleik 46-44 heimamönnum í vil. Í þriðja leikhluta var svipað upp á teningunum. Heimamenn náðu hins vegar áhlaupi undir lok leikhlutans, fengu gott framlag af bekknum frá reynsluboltanum Þorleifi Ólafssyni og Grindavík leiddi 72-65 fyrir síðasta fjórðunginn. Á þessum tímapunkti var mikil hasar bæði utan og innan vallar. Í stúkunni varð ósætti á milli stuðningsmanna liðanna og sáust hnefar á lofti. Inni á vellinum var líka mikið að gerast og áðurnefndur Þorleifur fékk sína aðra óíþróttamannslegu villu í leiknum í upphafi fjórða leikhluta og kom því ekki meira við sögu. Þetta virtist efla heimamenn. Þeir komust í 84-70 en þrír þristar frá Stjörnumönnum á innan við mínútu kom muninum niður í fimm stig. Eftir það var spennan síðan í algleymingi. Kristinn Pálsson kom Grindavík í 92-86 með tveimur skotum af vítalínunni þegar rúmar 40 sekúndur voru eftir en Ægir Þór Steinarsson svaraði með þristi strax í kjölfarið. Ólafur Ólafsson setti því næst eitt víti niður en Alexander Lindqvist skoraði þriggja stiga körfu þegar 19 sekúndur voru eftir. Stjörnumenn stálu síðan boltanum af Grindavík þegar þeim reyndu að koma boltanum í leik eftir körfuna og voru í kjörstöðu að tryggja sér sigurinn. Þá var hins vegar komið að Stjörnumönnum að vera klaufar. Þeir misstu boltann eftir sitt innkast og neyddust til að senda Kristin aftur á vítalínuna sem skoraði úr báðum skotunum þegar 12 sekúndur voru eftir. Tilraunir Stjörnunnar til að jafna í lokasókninni dugðu ekki til og heimamenn fögnuðu sætum sigri. Lokatölur 95-92. Af hverju vann Grindavík? Það var ekki mikið á milli liðanna í kvöld. Sóknarleikur Grindavíkur gekk töluvert betur en í þriðja leik liðanna og, eins og oftast í sigurleikjum Grindavíkur, þá voru margir að leggja í púkkið. Stjörnumenn fóru stundum frekar illa að ráði sínu í sókninni og settu ekki opin skot, hvort sem það var fyrir utan eða innan teig. Grindvíkingar höfðu þetta í kvöld og unnu vel fyrir sigrinum með mikilli baráttu. Þessir stóðu upp úr: Ægir Þór Steinarsson. Ég veit ekki alveg hvað er hægt að segja meira um hann en nú þegar hefur verið sagt en hann var stórkostlegur í kvöld. Hann hitti mjög vel fyrir utan en hefur gert betur úr skotum sínum inni í teig. Hann endaði með 34 stig, gaf 13 stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Gunnar Ólafsson var líka flottur hjá Stjörnunni og þá skilaði AJ Brodeur góðu framlagi. Hjá Grindavík voru sjö leikmenn sem voru með 12 eða fleiri framlagspunkta. Kazembe Abif skoraði 19 stig líkt og Joonas Jarveleinen og þeir Kristinn Pálsson, Dagur Kár Jónsson og Ólafur Ólafsson skiluðu mikilvægu framlagi þó svo að þeir hafi allir hitt betur en þeir gerðu í kvöld. Þá verður að minnast á framlag Þorleifs Ólafssonar af bekknum. Þrír þristar, 11 stig og mikil orka og barátta sem hann smitaði yfir til sinna liðsfélaga. Hvað gekk illa? Þó svo að Ægir hafi skorað þessi 34 stig þá held ég að Grindvíkingum líði ágætlega ef hann klárar flestar sóknir Garðbæinga. Hann tók 28 skot í kvöld, langflest allra á vellinum og það mæddi mikið á honum. Gunnar Ólafsson og AJ Brodeur komu með fínt framlag í sókn en Stjörnumenn þurfa meira en það. Hlynur Bæringsson tók aðeins eitt skot í kvöld fyrir utan tvö vítaskot sem hann setti niður. Stjörnumenn þurfa að koma honum betur inn í sóknarleikinn. Grindvíkingar léku fínan sóknarleik lengst af en fóru stundum í það að reyna of erfiða hluti. Hvorugt liðið hitti eitthvað sérstaklega í kvöld og spurning hverjir setja stóru skotin í oddaleiknum á föstudag. Hvað gerist næst? Framundan er oddaleikur um sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar. Sá leikur er á föstudag klukkan 19:15 á heimavelli Stjörnumanna. Það er leikur sem enginn körfuknattleiksunnandi má láta framhjá sér fara. Daníel: Þurfum að hætta að vera litlir þegar við förum inn í Ásgarð Daníel Guðni var ánægður í leikslok.Vísir / Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson var hæstánægður með sigur hans manna í Grindavík gegn Stjörnunni í kvöld. „Það var ákefð og barátta hjá strákunum og þeir framkvæmdu hlutina mjög vel á tímabili. Stjarnan tók leikhlé í fjórða leikhlutanum og eftir það byrjuðu þeir að pressa á okkur og við spiluðum frekar illa út úr því. Við vorum að gera hlutina full einhæft, í stað þess að sækja á körfuna fórum við að taka erfið skot.“ „Þá náðu þeir takti enda með góða skotmenn. Þeir settu sautján þrista í leiknum þannig að það var krefjandi að halda þeim undir 80 stigum eins og planið var. Sigur er sigur og við erum á leið í leik fimm.“ Ægir Þór Steinarsson hefur verið Grindvíkingum erfiður í einvíginu, sérstaklega í báðum sigurleikjum Grindvíkinga. „Við ætluðum að reyna að fara undir hindranir hjá honum en hann var að snúa af hindrunum og sækja aftur. Síðan var hann með sjálfstraust í skotunum og var að hitta vel. Við þurfum að velja eitthvað sem þarf að gefa eftir en hann svaraði kallinu og hitti þristum á okkur.“ „Að sama skapi voru nokkrir hjá þeim sem voru ekki í takt lengi vel. Þetta er leikur á milli tveggja góðra liða og skák hjá okkur þjálfurunum varðandi hvernig við ætlum að bregðast við hjá hvor öðrum. Þetta er bara eins gaman og það verður.“ Daníel býst við sama hasar og látum í oddaleiknum á föstudag. „Alveg pottþétt. Við erum ekki tilbúnir að fara í golf eða einhvern veiðitúr, við ætlum að taka leik fimm og fara í undanúrslit.“ „Við þurfum bara að mæta til leiks og hætta að vera litlir þegar við förum inn í Ásgarð. Liðin hafa unnið heimaleikina í vetur og við þurfum að vera fyrstir til að stela og það gerist í næsta leik.“ Arnar: Ég var kannski aðeins of æstur við ritaraborðið Arnar Guðjónsson sagði að hans menn þyrftu að sýna betri varnarleik í oddaleiknum á föstudag.Vísir / Vilhelm Arnar Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni í kvöld eins og vanalega. Hann var þó orðinn rólegur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Þeir opnuðu okkur mjög vel. Þeir voru góðir sóknarlega í dag og við réðum ekki við þá. Við þurfum að finna leiðir varnarlega. Við létum fara illa með okkur og þeir skora of mikið.“ Hlynur Bæringsson fékk höfuðhögg í leiknum í dag og lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhlutanum. Arnar vildi lítið ræða það mál. „Það eru einhverjir sófasérfræðingar sem redda þessu núna, það hlýtur að vera,“ sagði Arnar og vísaði þá í umræðuna í kringum leikbann Hlyns eftir fyrsta leik liðanna í einvíginu. Arnar var harður á því að það væri varnarleikurinn sem hans menn þyrftu að skoða fyrir næsta leik. „92 stig eiga að vera nóg til að vinna. Gunnar Ólafsson var góður sóknarlega en við þurfum að gíra okkur í gang varnarlega.“ Í fjórða leikhlutanum varð umdeilt atvik þar sem Arnar bað um leikhlé en hætti svo við. Eftirlitsdómarinn vildi meina að hann hefði hætt við og seint, leikhléið stóð og það var síðasta leikhlé Stjörnumanna. „Ég var kannski of æstur við ritaraborðið, maður er búinn að þjálfa 30 leiki í vetur þar sem er enginn í húsinu og maður getur sagt eitthvað og það taka allir eftir því. Nú eru læti og stemmning og það er eins og það er.“ „Þetta var örugglega bara einhver misskilningur og líklega bara mér að kenna því ég náði ekki augnsambandi við ritaraborðið og í þessum látum þá bara er þetta svona,“ sagði Arnar að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45 Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29
Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45
Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum