Kalla saman ákærudómstól vegna rannsóknar á Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2021 23:01 Fyrirtæki Trump er til rannsóknar í New York. Það er sagt hafa ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna eftir því sem hentaði hverju sinni. Vísir/EPA Saksóknari í New York hefur kvatt saman ákærudómstól sem verður mögulega falið að meta hvort tilefni sé til að gefa út ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, eða öðrum stjórnendum fyrirtækis hans. Þetta er sagt benda til þess saksóknari telji líkur á að glæpur hafi verið framinn. Víðtæk rannsókn umdæmissaksóknarans á Manhattan á Trump-fyrirtækinu hefur staðið yfir í meira en tvö ár. Hún er meðal annars sögð beinast að viðskiptaháttum fyrirtækisins áður en Trump var kjörinn forseti og hvort að það hafi átt við verðmat á eignum til að svindla á fjármála- og tryggingafyrirtækjum og til að komast hjá skattgreiðslum. Einnig er rannsóknin ná til greiðslna fyrirtækisins til háttsettra starfsmanna, þar á meðal Ivönku Trump, dóttur fyrrverandi forsetans. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að ákærudómstóll hafi verið kallaður saman. Slíkir dómstólar eru nokkurs konar kviðdómur sem tekur afstöðu til þess hvort að tilefni sé til að gefa út ákærur. Blaðið segir að það að saksóknarinn hafi kallað dómstólinn saman bendi bæði til þess að rannsóknin sé langt á veg komin og að saksóknarinn telji sig hafa fundið vísbendingar um glæp. Ekkert liggur þó fyrir um að saksóknarinn hyggist leggja mögulegar ákærur fyrir ákærudómstólinn. Hann gæti allt eins nýtt sér hann til að gefa út stefnur um gögn sem varða rannsóknina. Hvorki talsmenn saksóknarans né Trump-fyrirtækisins vildu tjá sig um málið við blaðið. Trump hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu og fullyrt að rannsóknir á sér eigi sér pólitískar rætur. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Víðtæk rannsókn umdæmissaksóknarans á Manhattan á Trump-fyrirtækinu hefur staðið yfir í meira en tvö ár. Hún er meðal annars sögð beinast að viðskiptaháttum fyrirtækisins áður en Trump var kjörinn forseti og hvort að það hafi átt við verðmat á eignum til að svindla á fjármála- og tryggingafyrirtækjum og til að komast hjá skattgreiðslum. Einnig er rannsóknin ná til greiðslna fyrirtækisins til háttsettra starfsmanna, þar á meðal Ivönku Trump, dóttur fyrrverandi forsetans. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að ákærudómstóll hafi verið kallaður saman. Slíkir dómstólar eru nokkurs konar kviðdómur sem tekur afstöðu til þess hvort að tilefni sé til að gefa út ákærur. Blaðið segir að það að saksóknarinn hafi kallað dómstólinn saman bendi bæði til þess að rannsóknin sé langt á veg komin og að saksóknarinn telji sig hafa fundið vísbendingar um glæp. Ekkert liggur þó fyrir um að saksóknarinn hyggist leggja mögulegar ákærur fyrir ákærudómstólinn. Hann gæti allt eins nýtt sér hann til að gefa út stefnur um gögn sem varða rannsóknina. Hvorki talsmenn saksóknarans né Trump-fyrirtækisins vildu tjá sig um málið við blaðið. Trump hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu og fullyrt að rannsóknir á sér eigi sér pólitískar rætur.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira