Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2021 18:00 Julius Randle hefur átt hvað stærstan þátt í uppgangi New York Knicks eftir mörg mögur ár. getty/Sarah Stier Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. Sonur Randles, Kyden, afhenti pabba sínum verðlaunin eftir æfingu Knicks-liðsins í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Who better to present Julius with the award than the only and only, Kyden! pic.twitter.com/bM2jlQGYEh— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle fékk 493 atkvæði í kjörinu. Jerami Grant, leikmaður Detroit Pistons, kom næstur með 140 atkvæði. Aðeins tveir af hundrað sem kusu settu Randle ekki í efsta sætið á lista sínum. Randle átti sitt langbesta tímabil á ferlinum í vetur. Hann lék alla leiki Knicks í deildarkeppninni nema einn og í þeim var hann með 24,1 stig, 10,2 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann var með 41,1 prósent þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili var Randle með 19,5 stig, 9,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 27,7 prósent þriggja stiga nýtingu. PPG, RPG, APG, 3PM, 3PT%, FT%, Team Win % Only up from here! pic.twitter.com/DfKqqxLPwl— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle er fyrsti leikmaður Knicks sem fær þessi verðlaun sem voru fyrst veitt fyrir tímabilið 1984-85. Hinn 26 ára Randle er á sínu sjöunda tímabili í NBA. Hann er annar leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn framfarakóngur á sínu sjöunda tímabili eða síðar í deildinni. Hedo Turkoglu fékk þessi verðlaun á sínu áttunda tímabili í deildinni, 2007-08. Fyrstu fjögur tímabil sín í NBA lék Randle með Los Angeles Lakers, hann var svo eitt tímabil hjá New Orleans Pelicans áður en hann fór til Knicks 2019. Knicks lenti í 4. sæti Austurdeildarinnar og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. Liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks, 105-107, í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar. Annar leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 23:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Sonur Randles, Kyden, afhenti pabba sínum verðlaunin eftir æfingu Knicks-liðsins í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Who better to present Julius with the award than the only and only, Kyden! pic.twitter.com/bM2jlQGYEh— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle fékk 493 atkvæði í kjörinu. Jerami Grant, leikmaður Detroit Pistons, kom næstur með 140 atkvæði. Aðeins tveir af hundrað sem kusu settu Randle ekki í efsta sætið á lista sínum. Randle átti sitt langbesta tímabil á ferlinum í vetur. Hann lék alla leiki Knicks í deildarkeppninni nema einn og í þeim var hann með 24,1 stig, 10,2 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann var með 41,1 prósent þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili var Randle með 19,5 stig, 9,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 27,7 prósent þriggja stiga nýtingu. PPG, RPG, APG, 3PM, 3PT%, FT%, Team Win % Only up from here! pic.twitter.com/DfKqqxLPwl— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle er fyrsti leikmaður Knicks sem fær þessi verðlaun sem voru fyrst veitt fyrir tímabilið 1984-85. Hinn 26 ára Randle er á sínu sjöunda tímabili í NBA. Hann er annar leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn framfarakóngur á sínu sjöunda tímabili eða síðar í deildinni. Hedo Turkoglu fékk þessi verðlaun á sínu áttunda tímabili í deildinni, 2007-08. Fyrstu fjögur tímabil sín í NBA lék Randle með Los Angeles Lakers, hann var svo eitt tímabil hjá New Orleans Pelicans áður en hann fór til Knicks 2019. Knicks lenti í 4. sæti Austurdeildarinnar og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. Liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks, 105-107, í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar. Annar leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 23:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira