Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:09 Bashar Assad og eiginkona ohans Asma á kjörstaði í Douma. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar. Sýrland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar.
Sýrland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira