Kallaði fram kjánahroll og minningar um gerviíþrótt í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 11:31 Björgvin Hafþór Ríkharðsson sést hér lenda á veggnum í Grindavík. S2 Sport Það hefur verið hart tekist á í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta en leikaraskapurinn er líka til staðar eins og sannaðist í Grindavík í síðasta leik. „Órúlegir hlutir gerast í körfubolta en ég hef aldrei séð þetta hérna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds þegar hann kynnti inn myndband með Grindvíkingnum Björgvin Hafþóri Ríkharðssyni. Björgvin lenti út í vegg eftir samskipti sín við Ægi Þór Steinarsson í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Björgvin kastaði sér á vegginn til að reyna að fiska eitthvað á Ægi. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru mjög hneykslaðir á Grindvíkingnum. S2 Sport „Ég veit ekki hvað drengurinn er að hugsa. Ég fékk svo ofsalegan kjánahroll í gær,“ sagði Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann togar vissulega aðeins í hann,“ skaut Kjartan Atli inn í. Það er satt en skýrir ekki af hverju Björgvin skellur í veggnum. „Ég hef oft séð svona en ekki í körfubolta samt. Það er til íþrótt í Bandaríkjunum sem heitir Wrestling sem fullt af fólki heldur að sé í alvöru en menn eru bara að kasta sér í hringnum. Svo fara þeir upp í kaðlana og hoppa á hvorn annan. Þetta minnti mig svolítið á það,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann þarf að fara í leikslistaskólann ef hann ætlar að vera betri í þessu. Þetta leit ekki vel út,“ sagði Kristinn kaldhæðinn. „Ég lék í Vodafone-auglýsingu í þessum sal fyrir tveimur til þremur árum. Ég er hugsanlega lélegasti leikari sem einhver leikstjóri hefur fengið í hendurnar. Þetta var lélegra en það,“ sagði Benedikt. Það má sjá leikaraskapinn og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Björgvin og veggurinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
„Órúlegir hlutir gerast í körfubolta en ég hef aldrei séð þetta hérna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds þegar hann kynnti inn myndband með Grindvíkingnum Björgvin Hafþóri Ríkharðssyni. Björgvin lenti út í vegg eftir samskipti sín við Ægi Þór Steinarsson í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Björgvin kastaði sér á vegginn til að reyna að fiska eitthvað á Ægi. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru mjög hneykslaðir á Grindvíkingnum. S2 Sport „Ég veit ekki hvað drengurinn er að hugsa. Ég fékk svo ofsalegan kjánahroll í gær,“ sagði Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann togar vissulega aðeins í hann,“ skaut Kjartan Atli inn í. Það er satt en skýrir ekki af hverju Björgvin skellur í veggnum. „Ég hef oft séð svona en ekki í körfubolta samt. Það er til íþrótt í Bandaríkjunum sem heitir Wrestling sem fullt af fólki heldur að sé í alvöru en menn eru bara að kasta sér í hringnum. Svo fara þeir upp í kaðlana og hoppa á hvorn annan. Þetta minnti mig svolítið á það,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann þarf að fara í leikslistaskólann ef hann ætlar að vera betri í þessu. Þetta leit ekki vel út,“ sagði Kristinn kaldhæðinn. „Ég lék í Vodafone-auglýsingu í þessum sal fyrir tveimur til þremur árum. Ég er hugsanlega lélegasti leikari sem einhver leikstjóri hefur fengið í hendurnar. Þetta var lélegra en það,“ sagði Benedikt. Það má sjá leikaraskapinn og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Björgvin og veggurinn
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli