NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 15:00 Donovan Mitchell var flottur í endurkomu sinni í Utah Jazz liðið í nótt. Hafði misst af sextán leikjum vegna meiðsla en skoraði 25 stig á 26 mínútum. AP/Rick Bowmer Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021) NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021)
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira