Gagnrýna manneklu á sjúkrahúsum og seinagang stjórnkerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2021 10:46 Félag sjúkrahúslækna segir óvissu um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks hafa áhrif á störf þeirra dag hvern. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra. Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi. Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi.
Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira