Gagnrýna manneklu á sjúkrahúsum og seinagang stjórnkerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2021 10:46 Félag sjúkrahúslækna segir óvissu um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks hafa áhrif á störf þeirra dag hvern. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra. Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi. Heilbrigðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi.
Heilbrigðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira