Meira um dómara og háskólana Bjarni Már Magnússon skrifar 28. maí 2021 13:01 Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Dómstólar Bjarni Már Magnússon Aukastörf dómara Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun