NBA dagsins: AD og LeBron búnir að skipta í meistaragírinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 15:00 LeBron James fagnar hér í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Í fyrsta sinn í langan tíma þá leit Los Angeles Lakers liðið út í nótt eins og lið sem ætlar sér að berjast um meistaratitilinn í NBA deildinni í sumar. Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021) NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021)
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira