Innlent

Áframhaldandi suðlægar áttir í júní

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Búist er við björtu veðri á norður- og austurlandi. 
Búist er við björtu veðri á norður- og austurlandi.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Veðurstofan segir að á fyrstu dögum júnímánaðar sé von á áframhaldandi suðlægum áttum.

 Það þýðir að heldur þungbúið og vætusamt verður sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu og talsvert sólskin fyrir norðan og austan. Þar ættu hæstu hitatölurnar einnig væntanlega að sjást.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun komi þó allkröpp lægð „eins og skrattin úr sauðaleggnum sem fer á harðaskriði yfir Austurland með tilheyrandi rigningu um tíma á þeim slóðum.“

Þegar líður á vikuna berst síðan heldur hlýrra loft yfir landið og segir veðurfræðingur að því megi með sanni segja að sumarið byrji með ágætum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×