NBA dagsins: Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn skoraði samtals 104 stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 15:01 Kevin Durant og Kyrie Irving fóru hamförum gegn Boston Celtics. ap/Elise Amendola Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn Nets sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið vann Boston Celtics, 126-141, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01
Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30