Óskar Smári: Markmaðurinn okkar spilaði sárþjáð Andri Már Eggertsson skrifar 31. maí 2021 21:40 Óskar Smári var nokkuð brattur með seinni hálfleik Tindastóls Vísir/Sigurjón Tindastóll er dottið úr Mjólkurbikarnum eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Breiðabliki. Þær lentu tveimur mörkum undir en náðu að minnka muninn í 2-1 en nær komust þær ekki og eru úr leik.Óskar Smári Haraldsson þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. „Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum. Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
„Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum.
Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira