Alltaf hlutlaus Rósa Kristinsdóttir skrifar 1. júní 2021 07:01 Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar. Það hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á flokkinn, heldur samfélagið allt. Uppröðunin ræður því hverjir komast fyrstir inn á Alþingi og koma þar sínum áherslum á framfæri. Í opinberri umræðu heyrist reglulega ákall um persónukjör. Að fólk væri til í að geta einfaldlega valið einstaklinga inn á þing, frekar en að þurfa að kjósa heilan flokk og allt sem honum fylgir. Í því samhengi er rétt að muna að prófkjör eru ekkert annað en persónukjör innan flokka. Þeir sem vilja komast sem næst persónukjöri gætu með réttu skráð sig í alla flokka sem velja frambjóðendur með lýðræðislegum hætti, og tekið þátt í prófkjörunum í sínu kjördæmi. Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli. Höfuð í sand Það virðist vera einhvers konar prinsippmál hjá fleirum en mann myndi nokkurn tímann gruna að skrá sig ekki í stjórnmálaflokk. Jafnvel þó það sé bara um nokkurra daga skeið til að taka þátt í persónukjörinu. Þetta á jafnt við um þá sem eru mjög andsnúnir viðkomandi flokki og þá sem geta vel hugsað sér að kjósa hann. Þar virðist hlutleysið vera ofar öllu og mikilvægt að vera aldrei skráður í flokk, ekki í einn einasta dag. Að vera óflokksbundinn til lengri tíma er skiljanleg afstaða. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugfast hvað því prinsippi fylgir ef það er algjörlega ófrávíkjanlegt. Í algjöru hlutleysi felst nefnilega líka ákvörðun um að láta aðra velja fyrir sig. Að grafa höfuðið í sandinn, segjast vona að hinn eða þessi frambjóðandi nái árangri – en gera ekkert til að stuðla að því sjálfur. Eldri velja fyrir yngri Í aðdraganda kosninga heyrast oft gagnrýnisraddir, ekki síst frá yngra fólki. Kvartað er yfir því að fjölbreytnin á framboðslistum sé lítil, kynjahlutföll séu skökk og ungt fólk hafi of lítið vægi með sínar áherslur og stefnumál. Þetta sama fólk lítur hins vegar oft á það sem mikla dyggð að hafa ekki áhrif á einmitt þessi atriði. Staðan er sú að þeir sem eldri eru taka þátt í prófkjörum í mun meiri mæli en yngri kynslóðin. Ungt fólk lætur það eldra einfaldlega um að velja á listann fyrir sig. Ég ætla ekki að vera ein af þeim. Í þessari viku hvet ég áhugasama til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, mæta og kjósa Áslaugu Örnu í fyrsta sæti í Reykjavík. Unga konu sem hefur sýnt og sannað að hún á ekki síður erindi en eldri og reyndari karlar. Stjórnmálakonu sem hefur lagt áherslu á mál ungs fólks og kvenna, barist fyrir frjálsu og fjölbreyttu samfélagi og komið fleiri málum í gegn en flestir – á örstuttum tíma. Eftir prófkjörið getur hver sem vill skráð sig úr flokknum aftur, með einum smelli. Ef fólk sem við viljum sjá í forystunni gefur kost á sér skulum við ákveða að hafa áhrif. Þín skoðun og þinn stuðningur skiptir raunverulegu máli og þú hefur nokkrar mínútur aflögu til að sýna það í verki. Ekki láta aðra taka ákvörðunina fyrir þig. Ekki vera alltaf hlutlaus. Höfundur er stuðningskona Áslaugar Örnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar. Það hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á flokkinn, heldur samfélagið allt. Uppröðunin ræður því hverjir komast fyrstir inn á Alþingi og koma þar sínum áherslum á framfæri. Í opinberri umræðu heyrist reglulega ákall um persónukjör. Að fólk væri til í að geta einfaldlega valið einstaklinga inn á þing, frekar en að þurfa að kjósa heilan flokk og allt sem honum fylgir. Í því samhengi er rétt að muna að prófkjör eru ekkert annað en persónukjör innan flokka. Þeir sem vilja komast sem næst persónukjöri gætu með réttu skráð sig í alla flokka sem velja frambjóðendur með lýðræðislegum hætti, og tekið þátt í prófkjörunum í sínu kjördæmi. Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli. Höfuð í sand Það virðist vera einhvers konar prinsippmál hjá fleirum en mann myndi nokkurn tímann gruna að skrá sig ekki í stjórnmálaflokk. Jafnvel þó það sé bara um nokkurra daga skeið til að taka þátt í persónukjörinu. Þetta á jafnt við um þá sem eru mjög andsnúnir viðkomandi flokki og þá sem geta vel hugsað sér að kjósa hann. Þar virðist hlutleysið vera ofar öllu og mikilvægt að vera aldrei skráður í flokk, ekki í einn einasta dag. Að vera óflokksbundinn til lengri tíma er skiljanleg afstaða. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugfast hvað því prinsippi fylgir ef það er algjörlega ófrávíkjanlegt. Í algjöru hlutleysi felst nefnilega líka ákvörðun um að láta aðra velja fyrir sig. Að grafa höfuðið í sandinn, segjast vona að hinn eða þessi frambjóðandi nái árangri – en gera ekkert til að stuðla að því sjálfur. Eldri velja fyrir yngri Í aðdraganda kosninga heyrast oft gagnrýnisraddir, ekki síst frá yngra fólki. Kvartað er yfir því að fjölbreytnin á framboðslistum sé lítil, kynjahlutföll séu skökk og ungt fólk hafi of lítið vægi með sínar áherslur og stefnumál. Þetta sama fólk lítur hins vegar oft á það sem mikla dyggð að hafa ekki áhrif á einmitt þessi atriði. Staðan er sú að þeir sem eldri eru taka þátt í prófkjörum í mun meiri mæli en yngri kynslóðin. Ungt fólk lætur það eldra einfaldlega um að velja á listann fyrir sig. Ég ætla ekki að vera ein af þeim. Í þessari viku hvet ég áhugasama til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, mæta og kjósa Áslaugu Örnu í fyrsta sæti í Reykjavík. Unga konu sem hefur sýnt og sannað að hún á ekki síður erindi en eldri og reyndari karlar. Stjórnmálakonu sem hefur lagt áherslu á mál ungs fólks og kvenna, barist fyrir frjálsu og fjölbreyttu samfélagi og komið fleiri málum í gegn en flestir – á örstuttum tíma. Eftir prófkjörið getur hver sem vill skráð sig úr flokknum aftur, með einum smelli. Ef fólk sem við viljum sjá í forystunni gefur kost á sér skulum við ákveða að hafa áhrif. Þín skoðun og þinn stuðningur skiptir raunverulegu máli og þú hefur nokkrar mínútur aflögu til að sýna það í verki. Ekki láta aðra taka ákvörðunina fyrir þig. Ekki vera alltaf hlutlaus. Höfundur er stuðningskona Áslaugar Örnu.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun