Áhorfendur í NBA halda áfram að haga sér eins og kjánar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 20:15 Dwight Howard, miðherji Philadelphia 76ers, horfir á áhorfandann sem gerði sér ferð inn á völlinn í leiknum gegn Washington Wizards í Capitol One höllinni í nótt. getty/Tim Nwachukwu Áhorfandi hljóp inn á völlinn, stökk upp og snerti spjaldið í leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta hljóp áhorfandi niður nokkrar sætaraðir í Capitol One höllinni í Washington, inn á völlinn og snerti spjaldið þegar heimamenn voru að fara í sókn. Einn dómaranna tók eftir áhorfandanum og stöðvaði leikinn. Öryggisverðir í höllinni tækluðu svo manninn og hann var í kjölfarið handtekinn. Þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun áhorfenda í úrslitakeppni NBA undanfarna daga. Í gær var stuðningsmaður Boston Celtics handtekinn fyrir að kasta flösku í átt að Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets. Þá sturtaði stuðningsmaður Philadelphia poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og stuðningsmenn Utah Jazz hrópuðu ókvæðisorð og beittu fjölskyldu Jas Morant hjá Memphis Grizzlies kynþáttaníði. „Þetta er ekki leikur eða eitthvað rugl. Þú getur ekki bara gert það sem þú vilt og hlaupið um. Þetta er vinnan okkar og við tökum henni mjög alvarlega,“ sagði Westbrook eftir leikinn í nótt sem Washington vann, 122-114. Áhorfendinn sem fann hjá sér þessa knýjandi þörf til að hlaupa inn á völlinn verður væntanlega kærður fyrir framkomu sína og settur í bann frá heimaleikjum Washington í framtíðinni. Staðan í einvígi Washington og Philadelphia er 3-1, Sixers í vil. Næsti leikur liðanna er í Philadelphia. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta hljóp áhorfandi niður nokkrar sætaraðir í Capitol One höllinni í Washington, inn á völlinn og snerti spjaldið þegar heimamenn voru að fara í sókn. Einn dómaranna tók eftir áhorfandanum og stöðvaði leikinn. Öryggisverðir í höllinni tækluðu svo manninn og hann var í kjölfarið handtekinn. Þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun áhorfenda í úrslitakeppni NBA undanfarna daga. Í gær var stuðningsmaður Boston Celtics handtekinn fyrir að kasta flösku í átt að Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets. Þá sturtaði stuðningsmaður Philadelphia poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og stuðningsmenn Utah Jazz hrópuðu ókvæðisorð og beittu fjölskyldu Jas Morant hjá Memphis Grizzlies kynþáttaníði. „Þetta er ekki leikur eða eitthvað rugl. Þú getur ekki bara gert það sem þú vilt og hlaupið um. Þetta er vinnan okkar og við tökum henni mjög alvarlega,“ sagði Westbrook eftir leikinn í nótt sem Washington vann, 122-114. Áhorfendinn sem fann hjá sér þessa knýjandi þörf til að hlaupa inn á völlinn verður væntanlega kærður fyrir framkomu sína og settur í bann frá heimaleikjum Washington í framtíðinni. Staðan í einvígi Washington og Philadelphia er 3-1, Sixers í vil. Næsti leikur liðanna er í Philadelphia. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira