Biðlistastjóri ríkisins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2021 15:01 Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar