Hötuðust en best? Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. júní 2021 09:00 Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar