LeBron einu tapi frá því að detta fyrr út úr úrslitakeppninni en nokkru sinni áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 07:30 LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru með bakið upp við vegg. getty/Christian Petersen Meistarar Los Angeles Lakers eru einu tapi frá því að fara í sumarfrí eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 115-85, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. LeBron James hefur aldrei fallið úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum en það gæti gerst í ár. Hann skoraði 24 stig fyrir Lakers sem lék án Anthonys Davis í nótt. Phoenix var miklu sterkari aðilinn í leiknum og hélt Lakers meðal annars í einungis tíu stigum í 2. leikhluta. Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix. 30 PTS, 7 REB, 5 AST for @DevinBook, helping the @Suns go up 3-2! #WeAreTheValley #NBAPlayoffs Game 6: Thursday at 10:30pm/et on TNT pic.twitter.com/2dZpe1WFGP— NBA (@NBA) June 2, 2021 Brooklyn Nets tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Boston Celtics, 123-109. Brooklyn vann einvígið 4-1 og mætir Milwaukee Bucks í næstu umferð. James Harden var með þrefalda tvennu í liði Brooklyn; 34 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 25 stig og Kevin Durant 24. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 32 stig. Harden, Kyrie, and KD fuel the @BrooklynNets' Game 5 win... they advance to face Milwaukee in the East Semis! #BrooklynTogether #NBAPlayoffs @JHarden13: 34 PTS, 10 REB, 10 AST@KyrieIrving: 25 PTS, 3 3PM@KDTrey5: 24 PTS, 4 3PMGame 1: Saturday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/J63jkPqsMf— NBA (@NBA) June 2, 2021 Denver Nuggets vann Portland Trail Blazers, 147-140, í tvíframlengdum leik og tók þar með forystuna í einvígi liðanna, 3-2. Damian Lillard átti stórkostlegan leik fyrir Portland. Hann skoraði 55 stig og setti niður tólf þriggja stiga skot sem er met í úrslitakeppninni. Lillard gaf einnig tíu stoðsendingar. Clutch triple after clutch triple in Dame Time...Damian Lillard pours in an #NBAPlayoffs record 12 threes en route to the first 55-point, 10-assist game in postseason history.17-24 FGM | 12-17 3PMGame 6: Thursday at 8pm/et on TNT pic.twitter.com/3jEroiaJUP— NBA (@NBA) June 2, 2021 Nikola Jokic dró vagninn hjá Denver með 38 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar. Monte Morris skoraði 28 stig af bekknum og Michael Porter skoraði 26 stig og tók tólf fráköst. Nikola Jokic (38 PTS, 11 REB, 9 AST) fills up the stat sheet in the @nuggets thrilling Game 5 win!With DEN leading the series 3-2, Game 6 is Thursday at 8pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/rxAOgo9WYp— NBA (@NBA) June 2, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 115-85 LA Lakers Brooklyn 123-109 Boston Denver 147-140 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
LeBron James hefur aldrei fallið úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum en það gæti gerst í ár. Hann skoraði 24 stig fyrir Lakers sem lék án Anthonys Davis í nótt. Phoenix var miklu sterkari aðilinn í leiknum og hélt Lakers meðal annars í einungis tíu stigum í 2. leikhluta. Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix. 30 PTS, 7 REB, 5 AST for @DevinBook, helping the @Suns go up 3-2! #WeAreTheValley #NBAPlayoffs Game 6: Thursday at 10:30pm/et on TNT pic.twitter.com/2dZpe1WFGP— NBA (@NBA) June 2, 2021 Brooklyn Nets tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Boston Celtics, 123-109. Brooklyn vann einvígið 4-1 og mætir Milwaukee Bucks í næstu umferð. James Harden var með þrefalda tvennu í liði Brooklyn; 34 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 25 stig og Kevin Durant 24. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 32 stig. Harden, Kyrie, and KD fuel the @BrooklynNets' Game 5 win... they advance to face Milwaukee in the East Semis! #BrooklynTogether #NBAPlayoffs @JHarden13: 34 PTS, 10 REB, 10 AST@KyrieIrving: 25 PTS, 3 3PM@KDTrey5: 24 PTS, 4 3PMGame 1: Saturday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/J63jkPqsMf— NBA (@NBA) June 2, 2021 Denver Nuggets vann Portland Trail Blazers, 147-140, í tvíframlengdum leik og tók þar með forystuna í einvígi liðanna, 3-2. Damian Lillard átti stórkostlegan leik fyrir Portland. Hann skoraði 55 stig og setti niður tólf þriggja stiga skot sem er met í úrslitakeppninni. Lillard gaf einnig tíu stoðsendingar. Clutch triple after clutch triple in Dame Time...Damian Lillard pours in an #NBAPlayoffs record 12 threes en route to the first 55-point, 10-assist game in postseason history.17-24 FGM | 12-17 3PMGame 6: Thursday at 8pm/et on TNT pic.twitter.com/3jEroiaJUP— NBA (@NBA) June 2, 2021 Nikola Jokic dró vagninn hjá Denver með 38 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar. Monte Morris skoraði 28 stig af bekknum og Michael Porter skoraði 26 stig og tók tólf fráköst. Nikola Jokic (38 PTS, 11 REB, 9 AST) fills up the stat sheet in the @nuggets thrilling Game 5 win!With DEN leading the series 3-2, Game 6 is Thursday at 8pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/rxAOgo9WYp— NBA (@NBA) June 2, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 115-85 LA Lakers Brooklyn 123-109 Boston Denver 147-140 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira