Ofurframlína hjá Frökkum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 09:31 Það er ekkert grín að reyna að stoppa þá Karim Benzema og Kylian Mbappe sitt í hvoru lagi hvað þá að eiga við þá þegar þeir eru farnir að vinna saman inn á vellinum. Getty/Quality Sport Images Knattspyrnuáhugafólk gæti séð svolítið í kvöld sem það hefur aldrei séð áður. Frakkar geta nefnilega stillt upp mjög áhugaverðari framlínu í vináttuleik á móti Wales. Heimsmeistarar Frakka eru að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sumar en þeir fengu silfur á heimavelli sumarið 2016 og hafa því komist í úrslitaleikinn á síðustu tveimur stórmótum fótboltans. Liðið er nú komið saman og hefur hafið lokaundirbúning sinn fyrir mótið. Liður í því er að spila vináttuleiki og í kvöld mæta Frakkarnir liði Wales. Dream trio of forwards??? @equipedefrance coach Didier Deschamps has dropped hints that @Benzema, @AntoGriezmann, and @KMbappe could all start together for the first time in the friendly against @FAWales! https://t.co/dEMTK5nWIT— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 Á blaðamannafundi fyrir leikinn þá var ekki að heyra annað á franska landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps að hann ætlaði að frumsýna nýja framlínu í kvöld. Deschamps verður væntanlega með þá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann í framlínunni í fyrsta sinn þegar hann sendir lið út á völl í kvöld. Allir eru þeir lykilmenn í sóknarleik þriggja af stærstu fótboltaklúbbum heims, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Barcelona. Deschamps er nefnilega með Real Madrid manninn Karim Benzema í landsliði sínu í fyrsta sinn í fimm ár en svo langur tími er liðin síðan Benzema lék sinn síðasta landsleik. Benzema var settur út í kuldann eftir deilur við Deschamps. Síðan þá hefur Karim Benzema raðað inn mörkum hjá Real Madrid og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn besti framherji heims. Frakkar unnu samt silfur á EM og gull á HM án hans. Deschamps worked again today with this team in a 4-4-2 diamond formation to play against Wales tomorrow: Lloris - Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez - Pogba, Tolisso, Rabiot - Griezmann - Benzema, Mbappé.Put Kanté instead of Tolisso and you have the team for the Germany game?— Julien Laurens (@LaurensJulien) June 1, 2021 Nú ætla Frakkar hins vegar að gera allt til að vinna báða stóru titlana og Deschamps fannst því kominn tími á slyðra sverðin og kalla á Benzema. Frumsýningin í kvöld mun síðan gefa okkur sýnishorn af því hvernig lið ráða við að mæta framlínu með þeim Benzema, Mbappe og Griezmann. Allt eru þetta ólíkir leikmenn og frábærir hver á sinn hátt. Það yrði því frábærar fréttir fyrir Frakka ef þeir ná vel saman í þessum fyrsta leik sínum í framlínu franska landsliðsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Heimsmeistarar Frakka eru að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sumar en þeir fengu silfur á heimavelli sumarið 2016 og hafa því komist í úrslitaleikinn á síðustu tveimur stórmótum fótboltans. Liðið er nú komið saman og hefur hafið lokaundirbúning sinn fyrir mótið. Liður í því er að spila vináttuleiki og í kvöld mæta Frakkarnir liði Wales. Dream trio of forwards??? @equipedefrance coach Didier Deschamps has dropped hints that @Benzema, @AntoGriezmann, and @KMbappe could all start together for the first time in the friendly against @FAWales! https://t.co/dEMTK5nWIT— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 Á blaðamannafundi fyrir leikinn þá var ekki að heyra annað á franska landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps að hann ætlaði að frumsýna nýja framlínu í kvöld. Deschamps verður væntanlega með þá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann í framlínunni í fyrsta sinn þegar hann sendir lið út á völl í kvöld. Allir eru þeir lykilmenn í sóknarleik þriggja af stærstu fótboltaklúbbum heims, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Barcelona. Deschamps er nefnilega með Real Madrid manninn Karim Benzema í landsliði sínu í fyrsta sinn í fimm ár en svo langur tími er liðin síðan Benzema lék sinn síðasta landsleik. Benzema var settur út í kuldann eftir deilur við Deschamps. Síðan þá hefur Karim Benzema raðað inn mörkum hjá Real Madrid og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn besti framherji heims. Frakkar unnu samt silfur á EM og gull á HM án hans. Deschamps worked again today with this team in a 4-4-2 diamond formation to play against Wales tomorrow: Lloris - Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez - Pogba, Tolisso, Rabiot - Griezmann - Benzema, Mbappé.Put Kanté instead of Tolisso and you have the team for the Germany game?— Julien Laurens (@LaurensJulien) June 1, 2021 Nú ætla Frakkar hins vegar að gera allt til að vinna báða stóru titlana og Deschamps fannst því kominn tími á slyðra sverðin og kalla á Benzema. Frumsýningin í kvöld mun síðan gefa okkur sýnishorn af því hvernig lið ráða við að mæta framlínu með þeim Benzema, Mbappe og Griezmann. Allt eru þetta ólíkir leikmenn og frábærir hver á sinn hátt. Það yrði því frábærar fréttir fyrir Frakka ef þeir ná vel saman í þessum fyrsta leik sínum í framlínu franska landsliðsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira