Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. júní 2021 18:35 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinum. Vísir/Egill Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að. Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“ Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“
Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira