Sænsk þingnefnd segir ríkisstjórnina hafa brugðist Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2021 12:34 Stefan Löfven er forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag. Viðbrögð Svía við kórónuveirunni hafa vakið mikla athygli frá upphafi heimsfaraldursins, þar sem framan af var gripið til mun vægari aðgerða en víða annars staðar. Mun fleiri hafa líka smitast og fleiri dauðsföll verið rakin til kórónuveirunnar þar í landinu en víða annars staðar. SVT segir frá því að nefndin hafi sérstaklega litið til sex atriða í viðbrögðum sænsku stjórnarinnar. Sýnataka og rakning. Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við nægilega hratt við og nauðsynlegt hafi verið að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi mun fyrr en gert var. Heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin greip til ákveðinna aðgerða til að takmarka smit á hjúkrunarheimilum áður en landlægu heimsóknarbanni var komið á. Ríkisstjórnin gekk þó ekki nægilega langt til að vernda þennan viðkvæma hóp. Meðferð heimsfaraldurslaganna. Ríkisstjórnin hófst fyrst handa við vinnu að smíði „heimsfaraldurslaganna“ svokölluðu eftir sumarið 2020 - laga sem veittu stjórnvöldum heimild til að grípa til róttækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Nefndin telur að sú vinna hefði átt að hefjast mun fyrr. Stefnuleysi. Ekki lá nægilega ljóst fyrir hvaða stofnanir skyldu sinna hverju – hver ætti að ráða hverju. Samkomutakmarkanir. Nefndin gagnrýnir vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum. Tól til sóttvarna. Nefndin gagnrýnir sömuleiðis vinnu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að tryggja nægar bjargir til sóttvarna í landinu. Rúmlega milljón manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð það sem af er faraldrinum. Alls hafa um 14.500 dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Lærdómar Stjórnarskrárnefndin dregur sérstaklega upp þrjá lærdóma til framtíðar. Þörf á öflugri löggjöf þegar kemur að viðbúnaði, þannig að stjórnvöld séu betur í stakk búin til að takast á við krísur. Betri umræður um hvernig skuli takast á við krísur á friðartímum. Sænska regluverkið hefur einblínt sérstaklega á stríð og stríðshættu, en mun munna á þessa tegund af krísu. Öflugra velferðarkerfi til að taka megi betur á krísum sem þessum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Viðbrögð Svía við kórónuveirunni hafa vakið mikla athygli frá upphafi heimsfaraldursins, þar sem framan af var gripið til mun vægari aðgerða en víða annars staðar. Mun fleiri hafa líka smitast og fleiri dauðsföll verið rakin til kórónuveirunnar þar í landinu en víða annars staðar. SVT segir frá því að nefndin hafi sérstaklega litið til sex atriða í viðbrögðum sænsku stjórnarinnar. Sýnataka og rakning. Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við nægilega hratt við og nauðsynlegt hafi verið að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi mun fyrr en gert var. Heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin greip til ákveðinna aðgerða til að takmarka smit á hjúkrunarheimilum áður en landlægu heimsóknarbanni var komið á. Ríkisstjórnin gekk þó ekki nægilega langt til að vernda þennan viðkvæma hóp. Meðferð heimsfaraldurslaganna. Ríkisstjórnin hófst fyrst handa við vinnu að smíði „heimsfaraldurslaganna“ svokölluðu eftir sumarið 2020 - laga sem veittu stjórnvöldum heimild til að grípa til róttækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Nefndin telur að sú vinna hefði átt að hefjast mun fyrr. Stefnuleysi. Ekki lá nægilega ljóst fyrir hvaða stofnanir skyldu sinna hverju – hver ætti að ráða hverju. Samkomutakmarkanir. Nefndin gagnrýnir vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum. Tól til sóttvarna. Nefndin gagnrýnir sömuleiðis vinnu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að tryggja nægar bjargir til sóttvarna í landinu. Rúmlega milljón manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð það sem af er faraldrinum. Alls hafa um 14.500 dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Lærdómar Stjórnarskrárnefndin dregur sérstaklega upp þrjá lærdóma til framtíðar. Þörf á öflugri löggjöf þegar kemur að viðbúnaði, þannig að stjórnvöld séu betur í stakk búin til að takast á við krísur. Betri umræður um hvernig skuli takast á við krísur á friðartímum. Sænska regluverkið hefur einblínt sérstaklega á stríð og stríðshættu, en mun munna á þessa tegund af krísu. Öflugra velferðarkerfi til að taka megi betur á krísum sem þessum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira