Kom Suns á kortið en gæti yfirgefið félagið í leit að lengri samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 23:31 Chris Paul í baráttunni gegn Wes Matthews. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, gæti verið á leið frá félaginu en þessi 36 ára gamli leikstjórnandi virðist vilja lengri samning en þann sem Suns er með á borðinu. Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira