NBA dagsins: Sagðist hafa fundið fyrir Kobe þegar hann sló gamla liðið hans út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 15:00 Devin Booker fór hamförum í Staples Center í nótt. ap/Ashley Landis Devin Booker skoraði 47 stig þegar Phoenix Suns sló Los Angeles Lakers út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-113 sigri í sjötta leik liðanna í nótt. Booker var í miklu stuði í 1. leikhluta og skoraði þá 22 af 47 stigum sínum. Hann setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum og tók auk þess ellefu fráköst í leiknum. Booker fer ekkert leynt með aðdáun sína á Kobe Bryant heitnum og eftir leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir honum í Staples Center, gamla heimavellinum hans. „Í sannleika sagt hugsaði ég um Kobe og allar samræður okkar. Um allt sem við gengum í gegnum, úrslitakeppnina og að taka skrefin þangað. Að sjá númerin hans, 8 og 24, upplýst uppi í rjáfri, það var eins og þetta lýsti á mann sjálfan. Ég veit að hann var þarna í kvöld og hann var stoltur af mér,“ sagði Booker. Í einvíginu gegn Lakers var Booker með 29,7 stig, 6,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 42,9 prósent þriggja stiga skota sinna. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo fjóra leiki í röð og tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Phoenix vinnur einvígi í úrslitakeppni. Þá komst liðið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði, 4-2, fyrir Kobe og félögum í Lakers. Chris Paul hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum í nótt en gaf tólf stoðsendingar. Jae Crowder skoraði átján stig og Mikal Bridges og Cameron Johnson sitt hvor tíu stigin. LeBron James skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fellur út í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Phoenix og Portland og Denver auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 4. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
Booker var í miklu stuði í 1. leikhluta og skoraði þá 22 af 47 stigum sínum. Hann setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum og tók auk þess ellefu fráköst í leiknum. Booker fer ekkert leynt með aðdáun sína á Kobe Bryant heitnum og eftir leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir honum í Staples Center, gamla heimavellinum hans. „Í sannleika sagt hugsaði ég um Kobe og allar samræður okkar. Um allt sem við gengum í gegnum, úrslitakeppnina og að taka skrefin þangað. Að sjá númerin hans, 8 og 24, upplýst uppi í rjáfri, það var eins og þetta lýsti á mann sjálfan. Ég veit að hann var þarna í kvöld og hann var stoltur af mér,“ sagði Booker. Í einvíginu gegn Lakers var Booker með 29,7 stig, 6,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 42,9 prósent þriggja stiga skota sinna. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo fjóra leiki í röð og tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Phoenix vinnur einvígi í úrslitakeppni. Þá komst liðið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði, 4-2, fyrir Kobe og félögum í Lakers. Chris Paul hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum í nótt en gaf tólf stoðsendingar. Jae Crowder skoraði átján stig og Mikal Bridges og Cameron Johnson sitt hvor tíu stigin. LeBron James skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fellur út í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Phoenix og Portland og Denver auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 4. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira