Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 22:45 Clippers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Kevork Djansezian/Getty Images Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira