Glundroði í EM-hópi Spánverja eftir að fyrirliðinn greindist með Covid-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 09:02 Sergio Busquets gæti hafa smitað einhverja aðra í spænska EM-hópnum en það kemur ekki í ljós strax. Getty/Angel Martinez Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er kominn með kórónuveiruna og það hefur sett stórt strik í reikninginn í lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Sjá meira
Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Sjá meira