Spánverjar bólusettir örfáum dögum fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2021 09:01 Sergio Busquets í baráttu við Renato Sanches í vináttulandsleik gegn Portúgal á föstudaginn. Tveimur og hálfum sólarhring síðar var greint frá því að Busquets væri með kórónuveiruna. Getty/Jose Breton Eftir að fyrirliðinn Sergio Busquets greindist með kórónuveiruna hafa spænsk yfirvöld nú gefið leyfi fyrir því að allir 24 leikmenn spænska landsliðsins í fótbolta verði bólusettir. Aðeins sex dagar eru í fyrsta leik Spánar á EM. Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira